ef svo er, gott. Því ég er í smá vanda sem ég þarf leystan.
Þannig er mál með vexti að ég á þessa borðtölvu, keypti hana af vini mínum fyrir stuttu. Hún er nett öflug, eitthver 3,2 Ghz og 3 gb minni. ekkert skrímsli en á þó að ráða við sinn skammt af leikjum. En þegar ég fer í svona leiki sem þurfa á öflugri tölvu að halda til að runna rétt þá höktar hún samt. Ég er búinn að skoða driver mál tölvunnar og allt það, þannig að það getur ekki verið vandamálið.
Ég fékk driver diska með frá vini mínum, en getur verið að hann hafi týnt eitthverjum. En mig langar bara að vita hvort það geti verið eitthvað stillingaratriði sem ég á enn eftir að skoða, eða eitthvað í þá áttina. Frekar fúlt að tölvan á að ráða við þessa leiki en það er ekki eins og hún runni rétt þegar kemur að því.

Með fyrirfram þökk og von um góð svör
Timpua