Hérna ég er með smá vandamál varðandi reiknivélina mína. Ef einhver sem kann sitthvað varðandi flóknari aðgerðir á svoleiðin tæki þá myndi ég endilega þiggja hjálp hans. En þannig er mál með vexti að í stærðfræði tíma þá leiddist mér og ég fór e-ð að fikta í gulum takka sem stendur á 2ndF og svo endaði það með því að ég ýtti á aðra takka eftir hann og voilá, núna þegar ég stimpla inn brot inná reiknirinn eða reyni að margfalda, plúsa eða reyna einhverjar aðgerðir með kommutölum þá námundar reiknirinn alltaf uppí heila tölu…

Sem er virkilega slæmt þarsem ég þarf á honum að halda í stærðfræðiprófi á morgun. Og nei það er ekki “reset” takki á honum og stærðfræðikennarinn minn kann ekki að laga þetta. Tími heldur ekki að kaupa nýjan, það er samt jú alltaf möguleiki á að fá lánaðann. En samt betra að hafa sinn eigin þarsem maður “kann” þær aðgerðir á hann sem maður þarf að nota. En ef það breytir einhverju þá er þetta Citizen sr-260 vasareiknir.
Með fyrirfram þökk.
Kv,
Bjarni Þ.
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.