Mér datt í hug að sýna ykkur þessa mynd því mér finnst hún svo flott….hehe….en þarna er rosalöng lína af gaurum að bíða eftir því að hershöfðinginn skipi þeim að gera árás á hina fornu borg Jerúsalem:D
Jæja, tók eftir grein hérna um leikinn og prófaði demo'ið af leiknum. En þá er aðeins hægt að spila tutorial og one vs. one. Þarna strax eftir að hafa spilað tutorial'ið fór ég í One vs. One á móti Ai. Gekk alveg ágætlega en reiknaði ekki með að Asía mundi gera árás á austur-strönd S-Ameríku. En tókst samt að knýja út sigur.
Ótrúlegur sigur á Milan, sem virtust hafa vanmetið óvininn. Ég byrjaði upp á hæð með mína 450 menn og þrátt fyrir hæðina mína, þá var útlitið svart. 1600 manna herinn hans stormaði í áttina að mér en vanmat mig og ætlaði bara að ganga frá mér á staðnum. En með smá taktískri hugsun veiddi ég gríðarlega mikilvægan sigur(og tæpan) fyrir herförina mína um evrópu :)