Snilldar myndasaga frá Dueling Analogs.
Næsti Total War leikurinn. Hann kemur út 2008 og gerist á 18. til 19. öld.
Ég fetaði í fótspor Hitlers og bætti um betur. Eftir fall Sovétríkjanna færðist ró yfir stríðið og víglínan færðist að landamærum Persíu(Írans) og Breska-Indlands. Einnig fór ég með suðurhersafnaðinn minn suður í Afríku og stækkaði yfirráðasvæði bandamanna minna Ítala og Vicky-Frakka. Óvinurinn er því leifar af Breska heimsveldinu og hin ungu Bandaríki sem enn búa yfir almennilegum herhafla að ég held. Verst bara hvað ég gat ekki súmmað lengra út og því sést ekki allt yfirráðasvæðið. En það sem ekki sést á þessari mynd er Ísland og Grænland sem einnig er undir stjórn Þjóðverja.
Aftur Medieval II: Total War, en núna hefur Papal States orðið að næstmesta hernaðarveldi Evrópu. Þegar Rússar þenjast út með ógnarhraða og eiga nú strendur við Ægishaf stendur Páfanum ekki á sama og sendir her til að stöðva innrás réttrúnaðarkirkjunnar. Þeir taka borgina Durazzo og slátra íbúum þess. Rússum tekst ekki að endurheimta borgina í fyrstu en senda her inn í Suður-Ítalíu til að taka borgina Naples. Kaþólska kirkjan sendir her, aðallega úr lásbogamönnum, til móts við Rússanna. Hvað mun gerast?