Hearts of Iron II: Doomsday Ég fetaði í fótspor Hitlers og bætti um betur. Eftir fall Sovétríkjanna færðist ró yfir stríðið og víglínan færðist að landamærum Persíu(Írans) og Breska-Indlands. Einnig fór ég með suðurhersafnaðinn minn suður í Afríku og stækkaði yfirráðasvæði bandamanna minna Ítala og Vicky-Frakka. Óvinurinn er því leifar af Breska heimsveldinu og hin ungu Bandaríki sem enn búa yfir almennilegum herhafla að ég held. Verst bara hvað ég gat ekki súmmað lengra út og því sést ekki allt yfirráðasvæðið. En það sem ekki sést á þessari mynd er Ísland og Grænland sem einnig er undir stjórn Þjóðverja.

Magnaður leikur sem ég mæli með ef menn hafa áhuga á góðum strategíuleikjum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,