Dawn of War Mér blöskraði hálf partinn þegar ég kíkti hingað inn á þetta áhugamál og fann engar greinar um uppáhalds stratt leikinn minn Dawn of War. Þannig, það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að bæta úr því.

Dawn of War serían er frá Relic/THQ, en THQ komu einmitt að gerð leiksins vinsæla Company of Heroes. Leikurinn gerist í Warhammer 40.000 heiminum en margir ættu að þekkja hann enda var hann skapaður fyrir eitt af vinsælli borðspilum í heimi. Sjálfur er ég ekki aðdáandi þessa spils en leikinn fíla ég vel engu að síður.

Það sem er sérstakt við Dawn of War er squad hugtakið. Í flestum vinsælum RTS leikjum hefur spilandinn mörg unit en í DoW eru infantry unit í sveitum sem þú getur síðan stækkað og upgrade-að.
Einnig gerir það leikinn mjög skemmtilegan að í flestum möppum gildir það að ná sem mestri stjórn á borðinu þar sem resources skipta gríðarlegu máli. Þetta gerir það einnig að verkum að ekki allir leikir enda með því að annars spilarinn vinnur hinn með því að rusha einsog mörgum af þekktum eldri RTS leikjum. Í Dawn of War gildir það oft að sá spilari sem nær að þróa tækni síns liðs hraðar en hinn nær yfirhöndinni (Ætla hinsvegar ekki að alhæfa neitt hérna, leikir geta að sjálfsögðu farið á mjög mismunandi vegu).

Í upprunalega leiknum eru fjögur spilanleg race. Þau eru Space Marines, Chaos Space Marines, Orcs og Eldar. Þó er aðeins single player campaign fyrir Space Marines. Í fyrri aukapakkanum sem ber
nafnið Winter Assault bætast síðan Imperial guard við í hópinn. Í þeim seinni, Dark Crusade slást svo Necrons og Tau Empire með í för. Ég ætla ekkert að fara nánar út í race-in hérna en öll hafa þau sínar sterku og veiku hliðar og sögu. Bendi þó áhugasömum á heimasíðu leikjanna fyrir meiri upplýsingar.

Það er líka vert að minnast á Single Player campaignið í Dark Crusade. Þar velur spilandinn sér eitt race af þessum sjö mögulegum og tilgangur hans er að ná völdum á plánetunni Kronus. Til þess þarf hann að sigra öll hin racein. Það sem er þó það skemmtilegasta er að spilandinn getur valið á hvaða landsvæði hann ræðst á í nokkurs konar “risk mode”.

Á heildina litið er þessi sería frábær í spilun og hún greip mis strax í byrjun jafnvel þó að ég sé yfirleitt ekki hrifinn af herkænskuleikjum. Ég er nýbyrjaður að fikta mig áfram í multiplayer í Dark Crusade og er satt að segja að fíla hann mjög vel. Eini gallinn er sá að ef að maður á bara Dark Crusade þá býðst manni aðeins að spila Tau empire eða Necrons. Hinsvegar getur maður fengið hin racein með því að setja inn CDkey fyrir upprunalega leikinn og winter assault. Þetta ætti þó ekki að hindra marga þar sem pakkinn með öllum þremur leikjunum kostar á bilinu 3.500 - 4.000 kr. í stærri leikjaverslunum landsins.

Meiri upplýsingar á www.dawnofwargame.com en þaðan er myndin með greininni einmitt fengin.
Einnig geta áhugasmir kíkt á http://www.goeagle.org/dow/tv/ en þar er m.a. hægt að sjá video úr leikjum milli þekktra spilara með lýsingu.