Defcon - Everybody Dies Introversion Software hafa núna nýlega gefið út leik sem ber heitið Defcon.

Sum ykkar hafa kannski spilað hina tvo leikina gefna út af þeim. (Ég hef að minnsta kosti gert það)

Hacker Elite: Leikurinn sem gengur út á það að hacka tölvur og fá síðan verkefni frá fyrirtækjum að rústa önnur tölvukerfi, stela tölvuskjölum, breyta Criminal Records og allskonar ólöglegar aðgerðir, og færð þú pening og getur síðan uppfært tölvubúnaðinn þinn. Síðan er líka söguþráður í þeim leik. (Hann er samt ekkert svaka), en hann hefur allavega tvennskonar enda, mæli MJÖG mikið með þeim leik.

Darwina: Hef ekki almennilega komið mér inní þennan leik en tel mig hafa spilað hann nóg til að vita útá hvað hann gengur. Þú ert inní tölvukerfi þar sem vírus gengur lausum hala og er verkefni þitt að stjórna tölvu forritum til þess að eyða vírusum og bæta tölvukerfið.
Mjög sniðugur leikur þarna á ferð og mjög skemmtilegur :)


En í þessari grein ætla ég aðallega að tala um Defcon þar sem ég sá í könnuninni að MJÖG fáir vita hvað þessi leikur gengur útá.

Upp í 6 spilarar geta spilað í einu.
Norður Ameríka
Suður Ameríka
Evrópa
Afríka
Rússland og einhver smá veldi
Og síðan Asía

Semsagt ALLUR heimurinn er í stríði og er aðal markmiðið að drepa eins mikið af saklausu fólki og unnt er.

Þú hefur 3 gerðir af flotaher.

Battleships: Þeirra markmið er bara að skjóta niður óvinaflaugar og alla óvini yfir höfuð. Eru ekki notaðir gegn borgum og herstöðum

Carriers: Þeir hafa Fightera og Bombera á sér og Ég fjalla meira um á eftir hvað Fighterar gera og Bombers

Subs (Kafbátar): Þeir hafa Sonars, og hafa Nukea sem þeir geta notað á Defcon stigi 1. (Kemur meira um það á eftir)

Stöðvar:

Radars: Þeir sjá óvini úr fjarlægð og sjá þegar að nukes koma og svona. Basically segir sig sjálft

Airbase: Flugstöðvar sem að innihalda Fighters og Bombers:

Silos: Þú byjrar á því að nota þetta sem AA (Anti-Air). Síðan á Defcon stigi 1 geturðu breytt þá í Nuclear Silos til þess að skjóta nukeum á hina.


Defcon kerfið skiptist í 5 stig og byrjar á 5 og endar á 1:

Defcon 5
Engar árásir leyfðar og þú getur hreyft flotann þinn.

Defcon 4
Radar skynjun leyfir þér að sjá óvini

Defcon 3
Mátt ekki lengur placea köllunum, sjó og flugárásir leyfðar

Defcon 2
Eiginlega alveg eins og Defcon 3 nema herir verða miklu meira árásargjarnir

Defcon 1
Þá fyrst má byrja að nota Nukes og verður það á Defcon 1 þar til tíminn verður búinn í hvernig móti sem þú ert í og vinnur sá sem er með hæðstu stiginn.

Svo er aðalmarkmiðið að sprengja upp borgir og drepa sem flesta íbúa.

Þú færð stig fyrir að drepa fólk en missir stig ef eitthvað af þínu fólki verður drept.

Allskonar game Mode eru líka í boði, eins og t.d. Office Mode, þar sem leikurinn er í Window Mode og tekur 6 tíma. Tilvalið fyrir þá sem vilja dunda sér við eitthvað meðan þeir eru í leiðinlegu skrifstofu vinnuni.

Tónlistin í þessum leik er mjög þunglyndisleg og held ég að Introversion séu að reyna að fá fólk til þess að pæla aðeins í hvernig framtíðin verður ef að stefnan verður tekin eins og hún hefur verið uppá síðkastið.

Ég og vinir mínir erum búnir að prófa að LANa í þessum leik þónokkuð og er það bara þónokkuð gaman, þrátt fyrir smá þunglyndistilfinningu sem maður fer í þegar að maður er búinn að spila hann mikið :)

Ef þið viljið fá meira INFO um hann kíkjið bara hingað…..

http://www.everybody-dies.com/

Takk fyrir…..