Westwood og C&C Ég sé að hér er mikið skrifað um tölvuleiki enda er þetta tölvuleikjaáhugamál. En mig langaði til að fjalla stuttlega um Westwood (m.ö.o. Electronic Arts) sem hannar, framleiðir og býr til hina frábæru C&C tölvuleiki.

Leikirnir eru eftirfarandi:
Command & Concuer
Command & Concuer - The Covert Operations
Command & Concuer - Red Alert
Command & Concuer - Red Alert Counterstrike
Command & Concuer - Red Alert, The Aftermath
Command & Concuer - Tiberium Sun
Command & Concuer - Tiberium Sun, Firestorm
Command & Concuer - Red Alert 2
Command & Concuer - Yuri's Revenge
Command & Concuer - Renegade
Command & Concuer - Generals
Command & Concuer - Generals, Zero Hour.

Þetta eru allir Command & Concuer leikirnir. Þetta eru bestu og ultimate herkænskuleikir sem til eru. Minni fyrsti tölvuleikur sem ég spilaði var í 220 megabæta (ég sagði megabæta!!) tölvu besta vinar míns og var einmitt fyrsti C&C leikurinn. Mér fannst þessi leikur svo góður að ég fór rakleiðis til Einar J. Skúlason og keypti mína fyrstu tölvu og svo þennan leik.

Í dag á ég nærri því alla þessa leiki og spila mikið, ég hef oft spilað þá líka á netinu og náði einu sinni hátt á lista á Tiberium Sun keppnislista.

En fyrir ykkur sem hafið ekki spilað þessa leiki þá hvet ég ykkur eindregið til að drífa ykkur út í búð og kaupa þessa leiki, ekki einn heldur alla. Í dag er hægt að kaupa safnið af fyrstu leikjunum (held 6 leikir).

Leikirnir eru nærri því flest allir þannig uppbyggðir að byggja á upp herstöðvar og her og svo á að sigrast á her óvinar síns og rústa herstöðvum hans. Þeir fyrstu voru að sjálfsögðu grófari en þeir nýrri og þess háttar. Sá fyrsti gerðist t.d. mikið í Afríku en Red Alert 2 og Yuri's Revenge gerðust í Bandaríkjunum og fjölluðu um ímyndað stríð á milli USA og USSR.

Einnig ef keyptir eru leikirnir í svona pakka eins og ég gerði (2 sinnum reyndar) þá fást viðbæturnar líka. Það var nefninlega þannig að auðvelt var að kaupa leikina á sínum tíma en erfitt var að kaupa viðbæturnar (Cov Ops o.fl.) Svo þegar pakkinn kom á sölu þá var hægt að kaupa allt sem gefið var út í einum pakka, uppfært fyrir nýjustu stýrikerfin. Það var nefninlega líka svo pirrandi þegar maður þurfti alltaf að ná í patcha á netinu til að geta spilað eldri leikina. Sumir virkuðu meira að segja ekki í Windows XP.

Ég ætla ekki að fara í hvern leik fyrir sig hérna því það yrði of langt. Mig langaði bara til að ítreka og koma því á framfæri hvað þetta fyrir tæki (E.A.) hefur gert marga frábæra leiki og ég hvet alla til að kaupa þessa leiki. Ennfremur hvet ég alla gamla C&C spilara til að draga fram diskana og byrja aftur að spila þessa leiki. Þetta er klassík sem fer aldrei úr tísku.

Ég var að hugsa, á næstu dögum ætla ég að skrifa meira um þessa gömlu klassísku leiki. Koma með grein um hvern fyrir sig. Þessi grein er þá svona hálfgerður inngangur og til að koma boltanum af stað um frábæra leiki.