Heroes V Betan-Ég bara veit ekki Ég ætla hér að skrifa svolítið um Betuna af Heroes 5 sem nú er hægt að nálgast á netinu.

Þegar ég fór fyrst að verða var við það að von væri á níum leik í þessari frábæru seríu filtist ég mikilli gleði. Sú gleði margfaldaðist þegar ég fór að kinna mér málið betur á skildist að hugmyndin væri að snúa aftur til Heroes III.
Eftir því sem ég best gat séð átt að gera þennan nía leik eins líkan þeim besta og vinsælasta sem hingað til var kominn.
Ég þvældist um netið hingað og þangað og safnaði að mér upplýsingum, skoðaði myndir af skrímslum leiksins og fann samsvörum með þeim flestum í Heroes 3 sem var ánægjulegt.
Hinsvegar var ég ekki alveg jafn hress með það að all var þetta í 3 vídd sem er eitt að þeim röngu skrefum sem tekin voru þegar Heroes 4 kom fram. 2 víddin í Heroes III gefur honum einhvern ákveðinn carakter sem ég hef aldrei almennilega skilið en hann er þarna og mér hefur alltaf líkað hann. Ég er nefnilega einn af þeim sem spilar ekki leikina með bestu grafíkina heldur leita ég að sögu og game-play, sem eru aðalsmerki Heroes III.
En maður fær ekki allt sem maður óskar sér og ég var ekki lítið hissa og ánægður þegar allt í einu birtist Beta af leiknum sem ég hafi ekkert séð um.

Ég að sjálfsögðu næ í Betuna og byrja að spila. Vonbrigðin urðu sífelt sárari eftir því sem turnin urðu fleiri.
Allt byrjar þetta á hálf illa uppsetum Meneu þar sem myndin er 3D mynd af hetju á hesti og snýst myndin. Nokkrir möguleikar eru svo til hægri þar sem myndir eru fyrir allt það sem þú getur gert. En hinsvegar eru BARA myndir. Þú verður bara að vona að þú hittir á eitthvað skemmtilegt.
Svo þegar þú hefur valið efstu myndina hefst spilun. Þetta byrjar á einhverju myndbani sem er í svipuðum grafík stíl (að mínu mati) og Warcraft 3. Þarna situr hetjan sem þú munt spila á hesti, gott ef þetta er ekki sama hetjan og sést á Meneu. Svo kemur þarna bogamaður hlaupandi og flytur skilaboð sem að mati hetjunnar eru engan vegin nægilega skír.
Næst kemur einhver Paladin sem er víst frá vona liðinu og gerir árás á hetjuna okkar. Allir meiga giska hvernig það fer. 10 sek bardagi sem inniheldur eina atlögu og síðan er Paladinin drepinn.
Hetjan rekur sendiboðann burt og spilun hefst. Þú ert þarna hálf lost. Með kastala í 3-4 skrefa fjarlægð.
Allt er þetta í svipuðum stíl og heroes 4. Landslagið og slíkt.
Kastalinn lítur svosem nokkuð vel út en er engan veginn nægilega “gáfulegur”. Sem dæmi er ég ekki búinn að átta mig á því hvernig ég get upgreitað menn sem ég er með á stigi 1, ef það er þá hægt. Hvað þá að kaupa þá á þróunarstigi 1 ef þú getur fengið þá á stigi 2. Hugsa að það sé ekki hægt.
Síðan er byggingar systemið alls ekki gáfulegt. Það er reyndar nokkuð flott, myndrænt séð en….
Þú færð ekkert Infó. Þú getur bara valið þessa eða hina byggingu til að byggja. Þú færð ekkert að vita hvað þessi bygging færir þér eða hvort að hún opnar á að geta gert einhverjar aðrar byggingar.
Að kaupa hermenn er ekki heldur neitt til að hrópa húrra fyrir. Þú ert neyddur til að taka alla eða engan. En nó um kastalann.
Bardaga kerfið er nú soltið skemmtilegt en mætti vinna smávegis meira í því.
Greinilegt er að menn hafa ætlað að endurgera “skák” kerfið sem var í Heroes 3 þar sem vígvellinum var skipt í reyti. Þetta virkar reyndar ekki alveg vegna þess að þetta er í 3D. Hinsvegar verð ég að hrósa framleiðendum fyrir að setja svona close up á bardagana. Nú ferðu mun nær því þegar 1 skrímsli ræðst á annað sem er nokkuð gaman en þar sem aðeins er 1 árás er þetta eignlega óþarfi.
Önnur skemmtileg nýung sem er í bardaga kerfinu eru special move. Reyndar er maður neyddur til að fikta sig áfram með þau þar sem maður fær ekkert að vita hvernig þau ganga fyrir sig fyrir fram. En allavega þá geta einhverjir hermenn get einhverja spes árás. Svo dæmi sé tekinn er special árás Griffin að fljúga mjög hátt upp og síðan steypir hann sér niður í næstu umferð og gerir væntanlega mikið meira deage við þetta. Vandinn er hinsvegar sá að ef að óvinurinn sem árásinni var upphaflega beint að hefur hreift sig gerir árásin ekkert. Ég hef ekki en lent í því að óvinur A sem upphaflega var hugmyndin að ráðast á fer burt og óvinur B er svo óheppin að færa sig á sama stað og óvinur A var á að special árás Griffinsisn virki þá á óvin B. En ég ætla að leifa mér að gera ráð fyrir því.
Hetjurnar eru ekki lengur að berjast beint eins og í Heroes 4 sem mér finnst á sinn hátt gott því að ég er á móti því að hersveitir getir farið um án þess að hafa hetju. Mér finnst að maður ætti að hafa val hvort að maður vilji senda hetjuna í beinan bardaga eða ekki.
Skills kerfið, þar sem þú getur ráðið því hvaða hæfileika hetjan þín hefur, svosem að vera frábær galdramaður eða að geta gengið mjög langt, virðist vera býsna líkt því sem var í Heroes 3 ég hef því miður bara ekki spilað nægilega mikið til að skoða það vandlega.

Svo eru 2 RISAL gallar á þessu sem kannski tengjast ekki leiknum sjálfum heldur bara betuni. Það er hvorki hægt að seiva né fara út úr leiknum nema með því að nota Control+alt+Del. eða álíka. Það er sjálfsat ástæðan fyrir að ég hef ekki náð langt í þessari Betu því að ég hef ekki haft tíma til að taka góða turn í honum og klára heldur hef ég verið að grípa í þetta stutt í einu, fyrir utan það hvort að ég mundi endast eitthvað í þessum leik ef ég hefði tíman.


Ég er víst búinn að vera ansi neikvæður út í þennan leik en nú ætla ég að minnast á eitt sem ég er mjög ánægður með.
Í Heroes 4 var það þannig að bogamenn fengu á sig gagn árás sem er náttúrulega út í hött. Það er ekki í Heroes 5 betuni.
Hinsvegar var ég svoltið sáttur með það í Heroes 4 að gagnárásir voru gerðar um leið og árásin sjálf. Þannig að þú lentir ekki í því að vera með 1 risa hóp af einhverju sem drap allt í 1 árás og fékk aldrei neitt á sig til baka.

Við skulum muna að ég er bara að tala um Betu af leiknum, ekki leikinn sjálfan og það getur verið býsna stór munur á leik og betu.
En ef við göngum út frá því að fáar breytingar verði gerðar frá Betuni þegar leikurinn sjálfur kemur út er ég ekki viss um að ég kaupi hann, sem Heroes 3 FAN.

Þetta er svosem allt í lagi T.B. Herkænskuleikur en stendur ekki undir væntingum sem einhver endurútgáfa að Heroes III