Ég ætla hérna að fjalla um nýjan herkænskuleik sem áætlað er að komi út seint á þessu ári.
Sá leikur heitir Star Wars: Empire at war.

Hann er framleiddur af fyritækinu Petroglyph. Þetta eru menn sem unnu fyrir Westwood, svo þeir vita um hvað þeir eru að tala (eða hanna leik um).
Hugmyndin er að gera Star Wars, tja…Star Wars! Það hafa komið út nokkrir Star Wars herkænskuleikir, en enginn sem að á sér raunverulega stað úti í geimnum í fullri þrívídd.

Leikurinn gerist nokkrum árum fyrir Episode IV og þú getur spilað Empire eða Rebels.

Í SW: EaW er barist bæði á jörðu niðri og úti í geim. Geimskið geta tekið vinveitta liðsmenn og “gefið þeim far” á aðrar plánetur.
Þarftu að eyðilegga vel varið shield generator á Hoth? Ekkert mál, kallaðu bara á nokkrar Y-Wing sveitir utan úr geim til að sprengja allt sem fyrir verður í loft upp. Auðvitað eru loftvarnir og annað slíkt til staðar til þess að svona taktík verði ofnotuð.


“The Empire” eða Veldið eins og það heitir á góðri íslensku, mun í byrjun campagins alltaf hafa stærri hersveitir, fleiri plánetur og sterkari flaugar. Aftur á móti munu Uppreisnarmennirnir hafa njósnara á snærum sínum og sjá hvert fótspor Veldisins og þeir eiga þar með auðveldara með það að plana brögð sín.

Ólíkt mörgum öðrum leikjum munt þú alltaf halda hersveitum þínum í gegnum campaignið, svo að það er lykilatriði að geta stjórnað hersveitunum vel. Annað mjög mikilvægt atriði, þó sérstaklega hjá Uppreisnarmönnunum, verður svokallaðar “Hit-n-run” árásir, þ.e.a.s að koma, skjóta kannski niður einn Star Destroyer og forða sér svo, jafnvel þótt þú hafir yfirburði í fjölda og styrk. Leikurinn mun hvetja fólk til að hörfa þegar þess krefur, koma frekar seinna með sterkara herlið.

Eins og ég sagði verður bæði barist úti í geim og á jörðu niðri.

Dæmi: Þú spilar Veldið.
Þú veist að Uppreisnarmennirnir hafa base á Dantooine. Þú sendir nokkra Star destroyera og nokkra tugi venjulegra skipa fulla af Stormtrooperum að plánetunni. Þegar þú nálgast hana kemur sveit af X-Wing skipum og berst við þig. Þeir ná að sprengja slatta af skipunum þínum en hafa þó ekki roð við stærri skipum.
Þá kemur aðalliðið, heill her af X-Wing, A-Wing og Y-Wing. Y-Wing skipin rústa Star Destroyer-unum þínum gjörsamlega en þú nærð þó að vinna skipin. Engin fleiri skið koma. Nú hefur þú stjórn yfir geimnum í kringum Dantooine, þá getur þú byggt geimstöðvar og hafið framleiðslu á nýjum geimskipum og hermönnum til að taka Dantooine.
Þú sendir nokkur flutningageimskip niður á jörðu full af Stormtrooperum, og tíu AT-AT í þokkabót. Þegar þú kemur að base-inu bíða nokkrar sveitir Uppreisnarmanna eftir þér, ekkert sem að þú þarft að hafa neinar áhyggjur af. Þú tekur plánetuna sjálfa án þess að depla auga. Nú átt þú Dantooine og getur byggt base þar.


Þessi leikur virðist margt hafa upp á að bjóða og það lítur út fyrir að þessi leikur verði einn af stóru herkænskuleikjunum á þessu ári. Sjálfur bind ég nokkrar vonir við þetta og hlakka til að prófa hann.