Þetta áhugamál er frekar dapurt þessa dagana og vonast ég til þess að bæta pínu úr því með því að senda inn grein um mitt uppáhaldslið úr C&C Generals þ.e. USA. Þetta er kannski ekki á besta tíma, núna rétt áður en það kemur út aukapakki fyrir leikinn sem á eftir að breyta honum töluvert. En jæja ég er búinn að leggja þetta á mig, eins gott að senda þetta.

Almennt um kosti og galla USA.
Kostirnir eru:
- tæknivæddur her
- ágætis flugher
- sveigjanleiki
- birgðaöflun
- upplýsingaöf lun
- “algild” upgrade
Gallarnir eru:
- dýr unit
- langur byggingartími
- lengi að upgrade-a

Langstærsti kosturinn að mínu mati er upplýsingaöflunin, allar þær leiðir sem þú hefur til þess að fylgjast með andstæðingnum s.s. spy drone, detention camp og spy satellite. Það að vita hvað óvinurinn ætlar sér er ómetanlegt og allir þeir sem ætla sér stóra hluti með USA liðinu þurfa að kunna að notfæra sér þennan eiginleika. Í heildina er erfitt að benda á einn eiginleika í herliði USA sem ber af hinum liðunum, þetta er svona blanda af hröðum leifturárásum í stíl GLA og hreinum sprengikrafti að kínverskum hætti. Það sem kannski skilur USA frá hinum er hreyfanleikinn, að geta birst hvar sem er hvenær sem er og svo náttúrulega flugherinn sem er fínn.

Ég ætla nú að hlaupa yfir unitin og fjalla dálítið um hvert þeirra, ég byrja á infantry.

Ranger: Grunn infantry unitið hjá USA, þeir geta (eins og Red Guard og Rebel) tekið byggingar andstæðingsins og hlutlausar byggingar eins og olíubora og hreinsunarstöðvar. Það er hæfileiki sem þarf að kaupa í Barracks og kostar $1000. Svo má líka kaupa Flashbang Grenades fyrir $800 í Barracks. Það upgrade er bráðnauðsynlegt og eykur notagildi rangerins til mikilla muna. Með flashbang getur rangerinn drepið stóra hópa af infantry á mástund. Einnig má nota flashbang til þess að hreinsa út úr húsum sem óvinahermenn hafa tekið og er það oft fyndið að sjá.

Missile Trooper: Basúkku gaurinn hjá USA, óhemju sterkur gegn faratækjum af öllum gerðum í lofti eða á landi. Laser lock er hæfileiki sem hann hefur sem er algjörlega ómetanlegur, það tekur smá stund að ná laser lock á eitthvert faratæki en þegar því er náð þá skýtur Missile Trooperinn flaugum sínum mun hraðar en venjulega. S&D (sjá kaflann um Strategy Center) gerir sérstaklega mikið fyrir þennan félaga, gerir hann hérumbil ósigrandi gegn skriðdrekum.

Pathfinder: Til þess að geta þjálfað þennan gæja þarf að hafa náð nægu General Points og það er alls ekki svo vitlaust að eyða punktunum sínum í hann ef að óvinurinn er mikið fyrir infantry, annars er kannski betra að byrja á A-10 árás. Pathfinder er hulinn óvininum þegar hann stendur kyrr en verður sjáanlegur þegar hann hreyfist. Hann drepur alla kalla í einu skoti og gerir það án þess að sjást, frábært! Það má líka skella tveimur svona í Humvee og senda inní hóp af infantry óvinarins og enginn sleppur lifandi frá því, það má svosem alveg setja fleiri en tvo í Humveeinn en það er óþarfi.

Colonel Burton: Hetja USA liðsins er sko hetja! Ósýnilegur, góður gegn infantry, byggingum og léttum farartækjum (í hæstu tign er hann jafnvel góður gegn skriðdrekum líka!) Hann ber með sér sprengihleðslur sem hann getur komið fyrir á óvinabyggingum og annað hvort sprengt með fjarstýringu úr öruggri fjarlægð eða stillt með tímarofa til þess að springa þegar tíminn rennur út. Þessar hleðslur eru mjög öflugar, einu sinni náði ég að rústa Airfield og War Factory hjá andstæðingnum með einni hleðslu :) Sá eiginleiki Col. Burtons sem fæstir gera sér grein fyrir er sá að hann klifrar upp klettaveggi, þetta er kjörið til að koma andstæðingi á óvart. Mörg borð eru þannig að stöðvarnar eru á flötum svæðum sem eru umlukin klettabeltum með nokkrum götum, ef þú ert heppin(n) þá einbeitir andstæðingurinn sér alveg að því að verja inngönguleiðirnar inní stöðina og gleymir svæðinu þarna á milli þar sem Col. Burton getur sloppið óséður inní stöð. Þegar þú ert inni þá er bara að velja sér djúsí skotmark, eitthvað sem á eftir að valda andstæðingi miklu veseni, supply stöðvar eru góð hugmynd að skotmarki, einnig Power Plants, Air Fields og War Factories. Reyndar ef þú ætlar að ráðast á fremur veika byggingu eins og t.d. Power Plant þá er oft betra að einfaldlega skjóta á hana fremur en að koma fyrir sprengju, það er oft fljótlegra að eyðileggja hana þannig. Og, já það er einn eiginleiki í viðbót sem er ótalinn, Col. Burton getur drepið aðra kalla óséður með því að nota kutann sinn góða, þá þarf hann að standa alveg uppvið fórnarlambið, það er mjög gaman að gera þetta við GLA worker gæjana.

Farartæki á jörðu.

Construction Dozer: Þessi byggir stöðina þína og gerir við hana ef þess þarf, kostar $1000 og það borgar sig ekki að vera of kærulaus með þá, verndaðu Dozerana þína. Í byrjun leiks er best að hafa bara tvo, þriðji Dozerinn kostar þúsundkall sem væri betur nýttur annarsstaðar og svo eru ekki mikil not fyrir þrjá Dozera snemma í leiknum. Þeir munu verða meira eða minna ónýttir.

Crusader: Alhliða bardagagræja, þessi skriðdreki er einn af burðarásunum í velheppnaðri árás. Hann er fljótur í förum, fljótari en kínversku drekarnir Battlemaster og Overlord. Hann hefur gott færi, skýtur lengra en Battlemaster t.d. Það er hægt að byggja Scoutdrone eða Battledrone með Crusader eins og öllum jarðbundnum farartækjum USA. Scout Drone gerir unitinu kleyft að sjá lengra og einnig að sjá hulin óvinaunit. Battledrone er búinn lítilli vélbyssu sem er fín gegn infantry og gerir líka við tækið ef það er skemmt. Eitt skal hafa í huga varðandi Crusader, það er ekki mjög sniðugt að senda árásir með engu nema Crusader, þeir eru lélegir gegn infantry og hafa enga loftvarnareiginleika. Svo er það líka slæm hugmynd að hafa þá saman í þéttum hópum hvort sem er í vörn eða sókn. Það má kaupa upgrade fyrir Crusader í Strategy Center sem styrkir armorinn um 25%, það kostar $2000 og ætti að kaupa við fyrsta tækifæri.

Paladin: Um þennan skriðdreka gildir allt sem búið var að segja um Crusader, þessi er 200 kalli dýrari og er aðeins lengur að byggjast, það eina sem Paladin hefur sem Crusader hefur ekki er laserinn sem skýtur niður aðvífandi eldflaugar, annars eru þessir tveir skriðdrekar eins hvað varðar hraða, brynvörn, færi og skotkraft. Til þess að geta byggt Paladin þar maður fyrst að setja General Point í það. Ég persónulega byggi nær aldrei Paladin, finnst þessi laser ekki þess virði að setja í hann 200 kall og General Point. Þetta er samt mjög gott þegar andstæðingurinn ætlar að beita Tomahawk eða SCUD flaugum gegn þér, þá skýtur laserinn þær niður annars sé ég ekki nógu mikið gagn fyrir laserinn. Armor upgradið sem hægt er að fá í Strategy Center nær líka yfir Paladin.

Humvee: Fljótur í förum og getur borið fimm menn innanborðs, búinn vélbyssu sem er góð á infantry og einnig geta kallarnir inní bílnum skotið úr honum. Góð rush strategía er t.d. að fylla Humvee af Missile Trooper og senda í óvinastöðina, þar á að halda honum á stöðugri hreyfingu og dúndra á supply unitin eða jarðýturnar eða skriðdrekana. Passa sig samt á Gattling skriðdrekum, þeir eru pain. Í War Factory er hægt að kaupa TOW missile upgrade fyrir Humvee og kostar það $1200, þetta upgrade gerir Humveeinn betri, þessi TOW flaug er fín gegn skriðdrekum en fyrst og fremst er þetta gott gegn flugvélum. Humvee er semsagt eina landfarartækið með loftvarnareiginleika, annars verður að segjast að loftvarnir eru ekki sterkasta hlið USA.

Tomahawk Launcher: Eru varnarbyssur andstæðingsins einhver fyrirstaða? Tomahawk trukkurinn ryður þeim úr vegi fljótt og úr öruggri fjarlægð. Með S&D þá er þetta það unit í leiknum sem hefur lengsta færið og getur þannig rústað Nuke Cannon eða Scud Launcher úr öruggri fjarlægð. Annað sem skilur Tomahawk frá langdrægu vopnunum hjá hinum liðunum er að flaugarnar geta “elt” óvina farartæki og hitta þau því frekar. Hafðu samt í huga að trukkarnir eru veikbyggðir og hægfara þannig að aldrei setja þá í fremstu víglínu, hafðu þá aðeins fyrir aftan frekar eða jafnvel við hliðina á öðrum unitum sem geta varið Tomahawk trukkinn.

Ambulanche: Segir sig sjálft, þetta er sjúkrabíll, hann læknar nálæga særða infantry unita sjálfkrafa, einnig má setja allt að þrjá kalla um borð í bílinn og þá læknast þeir hraðar. Það má líka nota bílinn sem transport fyrir þessa þrjá en þeir geta ekki skotið úr bílnum. Ambulanche getur líka hreinsað upp geislavirkni og efnavopn, eftir að andstæðingurinn hefur varpað kjarnorkusprengju eða SCUD stormi á þig þá hjálpar það mikið að senda inn sjúkrabíl um leið til þess að hreinsa upp ógeðið, það getur dregið verulega úr skaðanum.

Flugherinn:

Raptor: Það eru víða myndir af þessir flugvél, t.d. framan á kassanum og leiðbeiningabæklingnum, þar birtist hún sem svona helsti fulltrúi USA hersins á svipaðan hátt og Overlord skriðdrekinn er yfirleitt í því hlutverki fyrir Kína. Hún er líka svo rosalega flott bara. Gallinn er bara sá að þessi vél er mjög sjaldan notuð í leiknum, allavega af spilurum sem hafa einhverja reynslu af USA. Hlutverk hennar er of afmarkað til þess að hægt sé að nota hana eitthvað að ráði. Hún er samt góð á því sviði sem hún sérhæfir sig á en það er að tortíma skriðdrekum, það gerir hún vel. En málið er það að þegar mótherjinn er reyndur Kína spilari til dæmis þá er alveg pottþétt að hann á ekki eftir að senda árás á þig með engu nema skriðdrekum, hann mun hafa kannski tvo Gattling Tank með sér í árásinni og það er nóg til þess að tæta þessa Raptora niður eins og skot, ekki beint sanngjarnt enn jæja. Ef að ég réði einhverju hjá EA þá myndi ég láta gera vissar breytingar á Raptor, auka armorinn fyrir það fyrsta þannig að þessar vélar séu ekki eins og einhverjar pappírsskutlur þegar þær verða fyrir skoti. Laser Missile upgrade fyrir Raptor fæst í Airfield og eykur sprengikraftinn umtalsvert.

Aurora Bomber: Önnur flugvél USA flughersins sem er með mjög afmarkað hlutverk, þessi sérhæfir sig í því að forþjappa mannvirkjum niður í jörðina. Hún gerir það vel, tvær Aurorur geta eyðilagt allar byggingar leiksins ef frá eru skilin Command Center og superweapon (hjá GLA gæti samt orðið eftir hola). Vélarnar eru ónæmar fyrir skothríð óvinarins á leiðinni að skotmarkinu vegna þess að þær fara svo hratt en þegar sprengjunum er sleppt þá hægja þær mikið á sér og þá er unnt að skjóta þær niður. Það er eiginlega hlægilega auðvelt, einn rocket gaur getur skotið niður þessa vél í tveimur skotum! (Ég þarf þá ekki að útlista það hvernig Gattling Tank eða Quad Cannon fer með hana.) Stykkið kostar $2500 og það borgar sig alls ekki að eyða pening í þær ef að þú getur aðeins notað þær í sjálfsmorðsmission nema náttúrulega ef að þú veður í peningum en andstæðingurinn ekki.

Stealth Fighter: Enn og aftur neyðist ég til þess að nota frasann: “afmarkað hlutverk” til þess að lýsa flugvél úr liði USA. Stealth Fighterinn er líklegast sú vél sem er afmörkuðust í notagildi. Hana má nota til þess að eyðileggja varnir (Gattling Cannon, Patriot Missile eða Stinger Site), það getur hún gert vegna þess að hún er ósýnileg á flugi nema í nokkrar sekúndur þegar hún sleppir sprengjum sínum, sá tími er samt of stuttur til þess að loftvarnir andstæðingsins nái að miða á hana. Þetta þýðir það að þessar vélar snúa oftar til baka lifandi heldur en Raptor eða Aurora en eru heldur veikari hvað skotkraft varðar, undantekningin er þó sú að þær valda miklu tjóni á loftvarnarbyggingum eins og Patriot Missile, Gattling Cannon og Stinger Site. Tvær Stealth Fighter vélar geta rústað Patriot Missile og sloppið lifandi! Fyrir utan varnarmannvirki þá er Stealt Fighter fínn á móti léttum faratækjum og t.d. er fínt að nota hana ef andstæðingurinn nálgast þig með artillery unit (Tomahawk, Scud, Nuclear Cannon) umkringd loftvörnum. Til þess að geta byggt Stealth Fighter þarf að setja í það generals point. Laser Missile upgradeið virkar líka Stealth Fighter.

Comanche: Þetta eru magnaðar elskur! Ég er frekar ástfanginn af þeim, já já ég veit að það er ekkert mál að skjóta þær niður en kostirnir eru samt miklu fleiri. Þær endurhlaða vopnin á flugi og þurfa því ekki að snúa aftur á flugvöllinn eftir árás. Þær eru búnar bæði vélbyssum gegn köllum og eldflaugum gegn farartækjum. Þær láta auðveldlega að stjórn, ekkert mál að láta þær fara framhjá sjónsviði andstæðingsins og koma bakdyrameginn inní stöðina hjá honum. Þessar þyrlur verða jafnvel enn betri þegar það er búið að kaupa Rocket Pods upgrade handa þeim í Air Field fyrir aðeins $800. Með því upgrade geta þyrlunar látið rigna banvænni eldflaugadembu! Ef að fjórar eða fimm þyrlur eru að gera þetta allar í einu á sama blettinum þá jafnast skaðinn á við að nota Super Weapon. En aldrei skal samt gleyma því að þær eru viðkvæmar, ef að Gattling Tank eða Quad Cannon mætir á svæðið þá er best að hypja sig!

Chinook: Þetta er vinnuþjarkurinn sem heldur her USA uppi. Aðalhlutverk Chinook þyrlunar er að safna birgðum. Ein fylgir ávallt með þegar ný Supply Center er byggð og það kostar $1200 að byggja aðra. Ef Supply Centerið er við hliðina á birgðunum þá er algjör óþarfi að hafa fleiri en tvær í gangi þar, ef leiðin er lengri má kannski bæta einni við. Chinook þyrlan er líka flutningavél sem getur flutt heri milli staða, í henni geta rúmast 8 kallar ellegar tveir skriðdrekar og tveir kallar. Ef andstæðingurinn hefur hreiðrað um sig í einhverri byggingu þá er hægt að setja Ranger um borð í Chinook og láta hann airdroppa inní húsið, þá hreinsar hann allt þaðan út.

Þetta voru júnitin, fjölbreytt og flott. Fleira sem vert er að minnast á kemur næst.

Strategy Center: Þessi bygging er afar mikilvæg. Í fyrsta lagi þá er hún forsenda þess að hægt sé að byggja háþróuðustu unitin og byggingarnar. Í öðru lagi er þar hægt að kaupa mikilvæg upgrade eins og Advanced Training (öll unit fá promotion tvisvar sinnum hraðar en annars), Composite Armor (25% meiri armor fyrir skriðdreka) og Drone Armor (25% meiri armor fyrir alla drones.) Í þriðja lagi er í Strategy Center hægt að velja á milli þriggja mismunandi bardagaáætlanna. Það er aðeins hægt að velja eina í einu og það ber að hafa í huga að eftir að búið er að velja áætlun er einnig búið að ljóstra upp staðsetningu Strategy Center þannig að frestaðu því eins lengi og þú tímir. Ef þú hyggst skipta á milli áætlanna eftir að sú upprunalega var valin þá er best að gera það þegar engir bardagar eru í gangi vegna þess að öll unit verða óvirk í skamma stund meðan verið er að skipta um áætlun. Bardagaáætlanirnar eru:
Bombardment: Öll unit fá meiri firepower, Strategy Centerið sjálft fær öfluga fallbyssu.
Search & Destroy: Öll unit fá meira range, bæði sjá þau lengra og skjóta lengra, Strategy Centerið getur greint hulin unit í mikilli fjarlægð.
Hold the Line: Öll unit fá aukinn armor, Strategy Center verður tvisvar sinnum sterkara.
Nú verður hver að meta fyrir sig hvaða áætlun er best að nota, það er ekki hægt að fullyrða neitt um það hver sé beinlínis best, þær geta allar átt vel við undir réttum kringumstæðum en það er best að vera ekki mikið að skipta um plön í miðju kafi. Sjálfur spila ég mest með S&D.

Aukapeningur: Önnur leið til að afla fjármuna sem USA er að byggja Supply Drop Zone, á tveggja mínútna fresti kemur svo flugvél sem varpar til þín $1500.

Njósnir: Í upphafi leiks er hægt að velja að eyða Generals Pointinu í Spy Drone og það geri ég alltaf enda er ekki hægt að ofmeta gildi þess að vita hvað andstæðingurinn aðhefst. Annað sem margir klikka á er Spy Satellite sem er hægt að fá í Command Center, með því geturðu afhjúpað töluvert svæði í smástund, það er hægt að nota allstaðar án þess að þurfa að treysta á flugvél sem er hægt að skjóta niður. Þegar lengra er komið í leikinn er hægt að byggja Detention Camp fyrir $1000 sem er alls ekki mikið fyrir jafn notadrjúga byggingu, með henni er hægt að afhjúpa allt kortið í smátíma.

A-10: Með Generals Points má nálgast A-10 árásina, þú getur fengið eina, tvær eða þrjár flugvélar í einu. Þessar árásir eru mjög skæðar gegn byggingum.

Particle Cannon: USA Superweaponið, hleður sig á 4 mínútum, kostar $5000 og þarf mikla mikla orku. Það besta hér er það að eftir að þú dúndrar geislanum geturðu stýrt honum um svæðið á meðan hann endist. Flestar byggingar láta í minni pokann fyrir þessum.

Fuel Bomb: Fæst í gegnum Generals Points, ein flugvél kemur og kastar mjög kraftmikilli sprengju sem fer illa með kalla, byggingar og létt farartæki (GLA fær sérstaklega mikið að kenna á þessu hef ég tekið eftir.)

Ég ætla að segja þetta gott og senda þetta loksins, ég er búinn að vera að hnoða þessari grein saman í nokkrar vikur. :)
如果你不同意我, 你是减速