Ég hef spilað GLA ONLINE alveg frá því ég fékk leikinn í hendurnar því mér hefur ávallt fundist þeir lang flottastir…hinsvegar var ég í miklum vandræðum til að byrja með því að ég var yfirleitt alltaf drepinn af öllum þessum hátæknilöndum…jújú ég var noob og ekki sá besti í bransanum en ég komst nú fljótlega (reyndar ekki nógu fljótlega) að maður verður að vera undirbúin áður en haldið er til orustu. GLA eru þannig uppbyggðir að ef að maður er ekki með neitt Strategy þá er maður yfirleitt dauðans matur því að tækin þeirra og tól eru frekar veikbyggð. Þess vegna er alveg nauðsinlegt að vera 100% viss hvað þú ætlar að nota hvert eitt og einasta unit í…annað sem er nausinlegt er að lenda aldrei í þerri stöðu að þú vitir ekki alveg hvað þú átt að gera næst og látir tíman líða meðan þú scrollar fram og til baka á meðan að peningarnir safnast jafvel upp!! Maður á að reyna að eiga eins lítinn pening og hægt alltaf að vera að búa eitthvað til!

Eitt strat sem ég nota oft þegar ég spila (þá sérstaklega í frekar litlum möppum ekki stærri en 4gra manna) er víst rush og það bara nokkuð gott…það virkar þannig að um leið og leikurinn byrjar bý ég til 2 workers tek workerinn sem maður byrjar með og læt hann gera birgðahús nálægt birgðunum. Þá kemur bið í nokkrar sek á meðan ég bíð eftir að báðir workerarnir eru komnir út þá læt ég þá hlaupa í átt að beisi andstæðingsins alveg þangað til að fyrsti workerinn er búin með birgðahúsið um leið og hann klárar það læturu það búa til 4 workers og lætur gaurinn sem var að byggja það fara að bera birgðir. Því næst læturu báða hina hlaupandi gaurana strax byrja að byggja Ökutækjahús(lol man ekki hvað það heitir núna) þá kemur örlítil bið en maður þarf að bíða spenntur eftir að þeir klári því um leið og þeir eru búinir lætur maður annað húsið gera 3 scorpions og hitt 2 scorpions og 1 bíl sem er fljótur að skjóta kalla og getur skotið flugvélar líka (andsk man ekki hvað neitt heitir núna) svo bíðuru þangað til að þú átt 1000 cred og lætur húsið sem er að gera 3 scorpions gera scorpion missle því það er bráðnausinlegt…þegar allir 6 bílarnir eru komnir þá þeisiru þeim í átt að óvinabeisinu og plantar þeim rétt fyrir utan það alveg þangað til að missleið er komið í scorpionana þá ræðst maður strax til atlögu…passa sig að láta bílinn sem er fljótur að skjóta kalla og getur skotið flugvélar líka vera aðeins fyrir aftan svo hann geti séð um kallana sem koma útúr byggingunum!

yfirleitt virkar þetta mjög vel og maður nær mjög oft að drepa óvininn eða þá hann nær að flýja til vinar síns og þá fær maður auka supplies og þetta er unnin leikur!

Annars veit ég ekkert hvort að þið ættuð nokkuð að vera að hlusta á mig og spila bara leikinn eins og ykkur finnst best…..já ætli það sé ekki bara gáfulegra…:þ
Nei engin undirskrift hjá mér