Hérna er smá yfirlit yfir liðin í generals og eiginleika þeirra, en ef þú átt ekki þennan leik og langar til að skoða hann sjálf/ur þá er þetta smá spoiler.

USA: United States of America. Næstbesta liðið að mínu mati, þeir eru með lang besta flugherinn. Raptor, sem er bara venjuleg flugvél. Stealth fighter (frekar bomber reyndar) sem er svona B2 stealth bomber, maður þarf generals promotion fyrir hann. Aurora bomber, skil reyndar ekki alveg hvað er svona gott við hann, því það stendur að hann sé með eitthvað super-sonic attack og sé ódrepandi áður en hann skýtur, en þegar ég sendi hann á þá koma bara 2 rocket og búmm, ég er búinn að tapa 2500 kalli. og svo eina liðið sem er með þyrlur (comanche), sem eru góðar á móti infantry, og geta drepið skriðdreka, en þurfa að hlaða eldflaugarnar. þeir eru með ágætan skriðdrekaher, paladin er besti skriðdrekinn með laser sem skýtur niður rocket í loftinu og drepur infantry þegar þeir eru nógu nálægt. svo eru þeir með hummvee sem er hægt að setja fimm infantry gaura inní, er með vélbyssu, og er hægt að upgrade-a TOW missles, þannig að þeir skjóti eldflaugum. Crusader er standard skriðdrekinn þeirra. og svo eru þeir með ambulance sem getur læknað gaura og hreinsað burt geislavirkni. þeir eru eina liðið sem er ekki með nein eiturefni (geislavirkni eða miltisbrand) en þeir eru líka eina liðið sem getur hreinsað það í burtu (með ambulance). tomahawk laucherinn er long range skriðdrekinn þeirra, ekki jafn góður og nuke cannon og SCUD launcher finnst mér, en þarf ekki generals promotion. þeir eru með bestu standard infantry gaurana, sem geta notað flash bang grenades, sem eru góðar (grenade-urnar) á móti stórum hópum af infantry og geta drepið gaura í húsum. svo eru þeir með snipera, sem eru snilld, og eins og flestir vita geta drepið infantry langt í burtu í einu skoti, og eru ósýnilegir þegar þeir hreyfa sig eða skjóta ekki. colonel burton er “hetjan” þeirra, sem, eins og allar “hetjurnar” í leiknum er ósýnilegur þegar hann skýtur ekki, og getur gert knife attack á gaura án þess að verða sýnilegur, hann getur sett timed- eða remote C4 á byggingar og maður getur sprengt remote C4ið þegar maður vill, hann er með vélbyssu og er góður á móti infantry. þeir eru með strategy center þar sem er hægt að velja á milli “bombardment”, “hold the line” eða “search and destroy” og þau gera öll eitthvað betra við öll unitin mans, og til að fá meiri pening eru þeir með supply drop zone, sem gefur manni 1500 kall á 2 mínútna fresti. að lokum superweaponið þeirra, particle uplink cannon, mjög gott á móti byggingum, sérstaklega ef maður ætlar að sprengja varnir sem eru í röð, getur sprengt 3-4 stinger site (t.d.), en ekki gott á móti unitum (eins og nuke og SCUD storm eru) og skilur ekki eftir sig nein eiturefni.

China: kína. Mér finnst þetta besta liðið vegna þess að þeir eru með svo góða skriðdreka, en eini flugher þeirra er Mig, sem er venjuleg flugvél. eins og ég sagði eru þeir með lang bestu skriðdrekana, og lang besti skriðdrekinn er auðvitað overlordinn, sem er með heavy armor, tvær fallbyssur (cannons) og getur fengið Propaganda tower, sem gefur öllum nálægum unitum meira regeneration- og fire rate, og svo er hægt að fá subliminal messaging upgrade-ið (í propaganda center), sem gerir það ennþá betra. svo geta þeir fengið Gattling cannon, sem er aðal varnarbyssa kína og er góð anti-air og infantry. og svo loks bunkerið, sem er hægt að setja 5 infantry gaura inní (best að setja tank hunter-a), en einnig gott til að verja black lotus.
Nuke cannon, sem þarf generals promotion, er long range skriðdreki kína, hann skýtur svona mini-nukes, sem eru góðar á móti byggingum og úr þeim kemur geislavirkni sem drepur infantry og skriðdreka (skriðdrekana miklu hægar samt) en hverfur eftir smá stund, þeir drífa mjög langt og eru góðir til að taka út varnir óvinarins en keyra hægt og þurfa að “deploya” til að skjóta. kína er líka með inferno cannon, sem er líka long range skriðdreki, hann þarf ekki að “deploya” til að skjóta en er ekki eins öflugur og nuke cannon og skilur ekki eftir sig nein eiturefni. Flame tank er með eldvörpu, troop crawler getur flutt 8 infantry gaura og maður fær 8 red guard þegar maður kaupir hann, battlemaster er standard skriðdrekinn þeirra, og gattling tank er með eina vélbyssu sem er góð á móti infantry og air. þeir fá pening með hacker-um sem gefa manni fyrst 5$ á sek. (held ég) en svo eftir því að þeir fá fleiri stöðuhækkanir fá þeir meiri pening í einu. Black lotus er “hetja” kína, og er eins og ég nefndi áðan ósýnileg, hún getur stolið byggingum hraðar (held hún geri það hraðar) og lengra frá en red guard og svo getur hún disable-að skriðdreka og stolið pening úr supply center-um óvinarins. Superweaponið þeirra er nuclear missle sem er ágætt á móti byggingum og drepur alla skriðdreka og infantry gaura sem eru nálægt sprengingunni, gott til að sprengja barracks og aðrar byggingar sem eru nálægt hvor annarri, og til að drepa unit óvinarins.

GLA: Global Liberation Army. Persónulega finnst mér þetta lélegasta liðið en það er þrátt fyrir það mjög gott, það hefur engan flugher en er með ágæta skriðdreka. Maurader tank tekur parta úr skriðdrekum óvinarins sem liðið manns hefur drepið og notar þá til að gera sjálfa sig betri, á endanum eru þeir komnir með tvær fallbyssur, og þegar þeir eru komnir með 3 stöðuhækkanir (promotions) skjóta þeir verulega hratt og ef að þeir eru líka með tvær fallbyssur eru þeir orðnir frekar góðir, og geta auðveldlega slátrað flesum skriðdrekum, þeir þurfa generals promotion. Quad cannon getur einnig fengið stærri byssu úr pörtum úr dauðum óvinaskriðdrekum og eru góðir á móti infantry gaurum og air units. scorpion er standard skriðdreki GLA og er hægt að upgrade-a fyrir hann eldflaug sem hann er með á sér, og birtist aftur eftir smá tíma eftir að hann skýtur henni. Technicial er bíll með vélbyssu aftan á og gaur sem stendur og skýtur henni, hann keyrir hratt og er ágætur á móti infantry en er ekki góður á móti skriðdrekum, og er með lítinn armor, það er hægt að setja terrorista inní hann sem koma út þegar hann er sprengur eða þegar maður segir þeim það. Bomb truck er sjálfsmorðsbíll sem sprengir sjálfan sig og mjög mikið með, hann getur litið út eins og hvaða skriðdreki sem er. SCUD launcher er long range skriðdreki GLA, hann þarf generals promotion og maður getur valið warhead á hann, anthrax eða high-explosive. þeir eru með rebel, sem er standard infantry, rocket gaurinn (man ekki hvað hann heitir) angry mob, sem er gott á móti flest öllu, lol, en samt geta gattling- og flame tank slátrað þeim, angry mob er hægt að gefa ak47 með upgrade-inu “arm the mob” sem gerir það öflugara. terrorist er sjálfsmorðsgaur sem sprengir sjálfan sig upp, og getur farið inní technicial-a og civilian bíla. hijacker getur rænt óvina skriðdrekum og þarf generals promotion. Jarmen kell er “hetja” GLA, og er að sjálfsögðu ósýnilegur, hann er sniper og getur drepið infantry í einu skoti, langt frá, og getur farið inní hús á þess að það sjáist á húsinu (er ekki viss með þetta með húsið, en hann kemst allavega inní hús) og svo getur hann drepið strjórnanda skriðdreka óvinarins þannig að hvaða lið sem er getur sett hvaða infantry gaur sem er inní hann (skriðdrekann) og fengið hann þannig. og að lokum superweaponið sem heitir SCUD storm og er frekar líkt nuclear missile, nema að það kemur ekki ein stór eldflaug heldur margar litlar, og ekki geislavirkni heldur miltisbrandur (sem virkar nákvæmlega eins og geislavirknin), ágætt til að sprengja hús, en ekki auðvelt að velja eitt ákveðið hús og sprengja það, hinsvegar mjög gott á móti unitum því eldflaugarnar dreifast um svæðið sem maður velur að skjóta á.

úff hvað ég er þreyttur í höndunum, lol, ég biðst afsökunar á öllum stafsetningar og málfræði villum sem ég gerði, og vona að ykkur hafi ekki leiðst á meðan þið lásuð þetta :)