Ég verð nú bara að segja að eftir að hafa horft á þennan Brasilíu - Englands leik í dag að skítalykt er að dómurum á þessu móti.

Afhverju rak hann ekki Rivaldo útaf strax í fyrri hálfleik fyrir margfalt grófari tæklingu heldur en Ronaldinho gerði. Ég held að það sé útaf því að á þeim tímapunkti voru Brassarnir ekki komnir yfir.

Ítalir skoruðu 10 mörk, það er ekki deilt um það, en 5 af þeim voru dæmd af. Það var semsagt svona 2 fyrir 1 deal hjá þeim. Mjög erfiður pakki á HM

Totti átti að sjálfsögðu ekki að fá rautt spjald. En greinilegra skutl inní teig átti sér stað í BRA-ENG leiknum. Beckham fleigði sér inni í teig og heimtaði brot (víti) en dómarinn sá við honum, en gaf honum ekki spjald…. afhverju ekki.


Tökum saman vafasama dóma

5 lögleg mörk dæmd af Ítölum, 1 af Belgum.
Totti fær rautt spjald fyrir að vera felldur, Portúgalar fá tvö rauð spjöld gegn Suður Kóreu,
Henry fær rautt spjald gegn Urugvay (samt það minst vafasama af þessum dæmum)

Þetta er of mikið af sköndölum á svona stórmóti.

Ítalska sjónvarpsstöðin fór í mál útaf gölluðum dómurum í “vöru” sem þeir keiptu.

Blatter, formaður FIFA er búinn að gagnrýna dómgæslu og er alveg sammála því að Ítalir hafa orðið mest undir barðinu á dómara mistökum. Hann ætlar að beita sér fyrir því að dómarar verði hæfari í framtíðarmótum.

Ítalir geta hinsvegar að mínu mati ekki kennt dómaraskandal um allt því að Trappatoni var alls ekki að spila vel úr sínum mannskap. ég myndi segja að fall þeirra væri svona 70% honum að kenna.

og hananú…….