Eins og er um marga aðra þá held ég að verulega hafi hallað á lið Ítala þegar dómgæsla var annars vegar í þessari Heimsmeistarakeppni, en held nú samt að það verði ítölskum bolta til góðs að sjá að það þýðir ekki alltaf að draga saman í vörn um leið og eitt mark er komið í hús. Ítalir eru hins vegar alveg brjálaðir og svo tapsárir að annað eins hefur ekki sést! Eftirfarandi frétt fann ég á mbl.is :

- - - -

Felldi Ítalana og fékk fyrir spark frá Perugia

Ahn Jung-Hwan, sem skoraði sigurmark S-Kóreu í leiknum við Ítalíu í gær, þarf að leia að nýjum vinnuveitanda því formaður ítalska liðsins Perugia, liðsins sem Jung-Hwan hefur leikið með, ákvað í dag að leysa leikmanninn undan samningi við félagið.
,,Hann hefur eyðilegt ítalska knattspyrnu og mér er ekki stætt á að borga manni laun sem hefur gert slíkt. Hann átti góðan dag og lagði sig allan fram bara af því hann var að leika á móti Ítalíu. Ég hef ekki séð hann spila svona fyrir Perugia," sagði Luciano Gaucci við ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport í dag.

Jung-Hwan hefur verið í herbúðum Perugia í tvö ár og í 29 leikjum fyrir félagið skoraði hann 5 mörk.

- - - -

Finnst ykkur þetta hægt?!?!