Núna þegar opnunar leik Frakka og Senegala lauk með sigri Senegala 1-0 kom þð sýnilega í ljós að Frakkar eru eins manns lið. Það vantaði þeirra besta mann, Zidane, og þeir gátu ekki neitt án hanns. Það vantaði mikið af hugmyndum í sóknaleik þeirra og hann var bitlaus. Leikurinn var nokkuð fjörugur og var m.a. skotið 3 í slá, Frakkar 2. og Senegalar 1. Markið skoraði Bouba Diop(Held það sé skrifað svona) im miðjan fyrri hálfleik eftir snilldar sókn frá þeim. Miða-ð við það hvernig þeir spiluðu kæmi það mér ekki á óvart þótt að þeir myndu ná mjög langt í keppninni. Þetta var þeirra fyrsta HM og með þessum sigri bundu þeir enda á sigur göngu Frakka en þeir vvoru taplausir í 27 leikjum á stórmóti.


kv. Finisboy