Hver er að ykkar mati besti leikmaður allra tíma annarsveg og besti leikmaðurinn sem er að spila í dag hinsvegar?

Hjá mér er Pele besti leikmaður allra tíma, en Maradona kemur næst á eftir.

Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferli sínum. Þar af skoraði hann 97 mörk í 92 landsleikjum. Hann var frábær markaskorari og skoraði oft stórglæsileg mörk og eitt af þeim bestu var gegn Svíþjóð á HM ‘58. Þá fékk hann sendingu utan af kanti, vippaði yfir varnarmann Svíanna, hljóp fyrir framan annann og skoraði í hornið (þið verðið bara að downloada þessu marki til að sjá þetta) Pele lenti aldrei í agavandræðum, en hann ákvað samt eitt sinn að hætta að leika með brasilíska landsliðinu eftir að hafa verið tæklaður aftur og aftur.
Hann vann þrjá heimsmeistaratitla og var hinn fullkomna fyrirmynd.

Maradona var líka frábær leikmaður en hann var oft í vandræðum út af neyslu ólöglegra lyfja. Hann skoraði líklega besta mark sem hefur verið skorað á HM í leik gegn Englendingum á HM’86 þegar hann sólaði upp allann völlinn. Margir muna líklega eftir “hönd Guðs” sem hann skoraði í sama leik.


Besti leikmaðurinn sem spilar í dag finnst mér vera Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo. Hann heillaði mig algjörlega á EM 2000 með tækni sinni.

Hvað finnst ykkur?