Núna eru Frakkar taldir mjög líklegir til sigurs á HM í sumar þar sem þeir eru bæði núverandi heims- og evrópumeistarar. En ef maður rifjar upp leikjasögu Frakka síðastliðið ár þá getur maður í raun ekki sagt mikið um getu liðsins, þar sem að þeir hafa ekki spilað leik sem einhverju máli skiptir síðan í úrslitaleiknum við Ítala á EM 2000.
Að sjálfsögðu má líta á sigra þeirra gegn Þjóðverjum, Japönum og Portúgölum á síðastliðnu ári. Einnig má sjá að þeir töpuðu í Chile og gerðu einungis jafntefli gegn Áströlum þar syðra, en aldrei er hægt að meta vináttuleiki mikils.

Hvað aðalliðið varðar er nánast eina spurningin hver mun taka sæti Laurent Blanc við hlið Marcel Desailly.
Eric Carriere, leikmaður Lyon, hefur eflaust unnið sér sæti í hópnum, eftir að hann sýndi frábæra frammistöðu í frönsku deildinni. Svo er markmaður Lyon, Gregory Coupet, sjálfsagður þriðji markmaður, á eftir þeim Fabien Barthez og Ulrich Rame (Bordeaux)

Spurning er hvort að Anelka komist í liðið, eftir að hafa verið hreint út sagt lélegur með Paris St. Germain, og sýndi nú ekkert neitt frábæra frammistöðu hjá Liverpool, þótt hún hafi alls ekki verið slæm. Þeir sem berjast um sætið hans eru örugglega þeir Djibril Cisse hjá Auxerre, og Sidney Govou hjá Lyon en þeir eru taldir vera næsta kynslóð franskra framherja, ungir og efnilegir.

Svo tefla þeir náttúrulega fram stórstjörnum sínum þeim Zinedine Zidane, Patrick Vieira, Sylvain Wiltord, Thierry Henry og fleirum en Robert Pires verður fjarri góðu gamni og allir vita nú af hverju það er, ætti ekkert að þurfa að rifja það upp.