Aðalmálið er þetta: Beinir skattar á Íslandi eru of háir! Hvernig sem menn reikna þá er þetta staðreynd. Þó hægt sé að taka að skattar hafi lækkað þ.e. skatthlutfallið úr tæpum 42% niður í rúm 38% þá gleymist að þetta hlutfall var 35% þegar staðgreiðsluskatturinn var tekinn upp fyrir rúmlega 10 árum síðan. Við þetta bætist að persónuafslátturinn hefur ekki hækkað eins og lofað var í réttu hlutfalli við verðlagsþróun og munar þar 30%! Vaxtabætur og barnabætur hafa einnig lækkað með meiri tekjutengingu og lægri bætum. Ergó: Í tíð hægri stjórnar Davíðs Oddssonar hafa skattar á almenning hækkað stórkostlega! Góð eftirmæli það…eða hittogheldur fyrir okkur sem þurfum að blæða.