Enn og aftur er Jóhanna mætt til að auglýsa sig (maður verður nú að passa upp á það öðru hverju - sérstaklega núna, ekki nema tæpt ár í kosningar!). Og hvaða mál valdi hún til að leika dýrling? Jú, skattana. Jóhanna að kvarta yfir því að skattar séu hlutfallslega hærri nú en þeir voru fyrir e-m árum síðan. Staðreyndin er sú að Jóhanna sá sér ekki fært að styðja tillögur Sjálfstæðismanna um skattalækkanir á síðasta ári og því ætti hún ekki svo mikið sem að opna munninn um þau mál! Athyglisvert er að enginn virðist spyrja hana neitt út í afhverju hún studdi ekki skattalækkun - enn eitt dæmið um að það er ekki sama við hvern fréttamennirnir tala!