Ástæða þess að ég sendi inn þessa grein er sú að ég hef orðið var við auknum kynþáttafordómum og þá sérstaklega gagnvart austurlenskum innflytjendum. Í skólanum mínum hafa oft orðið til mikil rifrildi milli þeirra sem styðja innflytjendur og þeirra sem eru á móti þeim. Ég er með innflytjendum því að hluta til er ég slíkur þótt að ég komi langt frá austurlöndum. Þessar deilur snúast jafnan um það að þessir innflytjendur hópi sig saman og neiti að læra íslensku,og tali móðurmál sitt sem og ensku til að bjarga sér hér á landi. Mér finnst að þeir ættu að læra íslensku til þess að geta funkerað í íslensku samfélagi en engan veginn ætti að útskúfa þetta fólk ef það vill ekki læra það. Röksemdafærslur hjá þessum nazistum er oft sú að eftir ca. 50 ár með sömu þróun þá verði meirihluti þjóðarinnar innflytjendur og við verðum orðin svo blönduð að við teljumst ekki vera fallegasta þjóð heimsins. Kjaftæði! Segjum sem svo að þegar við færum til útlanda að það væri hugsað eins um ykkur…helvítis túristi,lemjum hann,hann er að eyðileggja landið okkar. Til er lag eftir okkar landsfræga dópista og lagahöfund, Bubba þar sem hann syngur þessar línur um innflytjendur: Farðu heim til þín, farðu heim til þín.
Ég er ekki að saka hann um nationalisma því að hann segist hafa samið lagið um hluti sem hann var að heyra, en nasistarnir, það er annað mál. Ég hef áhuga á að stoppa þetta litla stríð hér og nú og væri til í að fá skoðanir annarra um þetta mál.

Lifi funk-listinn!
Lifi funk-listinn