Mér datt í hug svona vegna þess að ég rakst á þessa könnun sem er uppi núna hér á /stjórnmál um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík, að starta smá umræðu um það. Ég sem Hafnfirðingur er þeirrar skoðunar að ekki einungis eigi ekki að leyfa stækkun þess, heldur vil ég losna við þessa álverksmiðju úr bakgarðinum hjá mér. Félagi minn býr í íbúð sem snýr út að álverinu og segist taka eftir því að þegar dimmt er yfir eða slæmt veður, þá nýti þeir tækifærið og losi út mengunarský sem leggst venjulega yfir nýja Vallahverfið. Að sjálfsögðu er það hálfgert skipulagsklúður hjá bænum að byggja svona þétt upp við álverið, en íbúabyggðin sem þarna er komin verður ekki færð úr þessu. Þess vegna segi ég; burt með þetta álver sem fyrst.

Hvað finnst öðrum hugurum um málið?
Peace through love, understanding and superior firepower.