Árni Johnsen getur nú boðið sjálfan sig fram til næstu alþingiskosninga þar sem hann fékk uppreisn æru. Ég ætla nú ekki að fara í það að skýra hvað það þýðir akkúrat en Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir skrifuðu undir tillögu Björns Bjarnarsonar að Árni meigi nú bjóða sig fram.

Er þetta ekki rugl? Erum við núna að fara kjósa glæpamenn á þing? Sjáið nú hvað sjálfstæðisflokkurinn er með mikil völd hér á íslandi. Afhverju leyfa þeir honum að bjóða sig fram? nú útaf því að allir í vestmannaeyjum munu kjósa hann útaf hann er Árni Johnsen… Þetta er bara rugl og vitleysa og ég held að við séum að fara sjá Sjálfstæðisflokkinn enn og einu sinni í ríkistjórn!