Heil og sæl,

“Lýðræði, stjórnmálakerfi þar sem íbúar ríkis stjórna í gegnum það stjórnarform sem þeir velja sér. … Í mörgum lýðræðisríkjum eru bæði þeir sem hafa með höndum löggjafarvald og framkvæmdavald kosnir. Í dæmigerðum þingbundnum konungsríkjum eins og t.d. Stóra-Bretlandi og Noregi eru þó eingöngu handhafar löggjafarvaldsins kosnir en handhafar framkvæmdavaldsins valdir úr þeirra röðum.”

“Þrátt fyrir að hugtökin ”lýðræði“ og ”lýðveldi“ séu gjarnan notuð jafnhliða þýða þau þó alls ekki það sama. Bæði kerfin ganga út á að fela kosnum fulltrúum valdið til að stjórna. Í lýðveldi er því þó þannig háttað að hinum kosnu fulltrúum er ætlað að fylgja eigin sannfæringu um hvað sé landinu og þjóðinni fyrir bestu. Í lýðræði er þessum fulltrúum hins vegar ætlað að fara eftir því sem er vitað að er vilji kjósenda þeirra, jafnvel þó það gangi í berhögg við þeirra eigin sannfæringu.”

Smkvæmt þessu myndi ég a.m.k. segja að á Íslandi væri miklu meira lýðveldi en nokkurn tímann lýðræði. Rökin fyrir því eru mörg og ætti að nægja að nefna t.d. ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu eingöngu bundnir sannfæringu sinni en ekki neinum reglum frá kjósendum sínum og samþykkt aðildarinnar að NATO og EES sem vitað var að þjóðin var að öllum líkindum að meirihluta andvíg. Á Íslandi er því að öllum líkindum lýðveldi en ekki lýðræði.

Kveðja,

Hjörtur
<br><br>Kveðja,

Hjörtu
Með kveðju,