Mig langaði aðeins að fara aftur í tímann til borgarstjórnakosninganna, ég átti þá nokkra harða d-lista vini sem héldu með d-listanum útaf vel skipulögðum áróðurs auglýsingum og þeim sérstaka hæfileika d-lista fólks að kenna öllum hinum um.

Eftir að ég var búinn að ræða við þessa “d-vini” í svona eins og fimm mínútur voru þeir ekki lengi að púa á D listann.
D-listinn var nefnilega svo sniðugur að nota skuldasöfnun R-listans í baráttunni, en málið er bara það að D-listinn hefði þurft að fara út í sömu skuldir.
Þeir hefðu þurft að byggja leikskóla og skóla (eða stækka við skóla) því eins og allir vita þá er fólksfjölgun í Reykjavík!

Vildi bara koma áliti mínu á D á framfæri :)