Hvað fannst mönnum svo um drottningarviðtalið við Davíð? Það eru örugglega skiptar skoðanir um það. Dyggir sjálfstæðismenn standa áreiðanlega með sínum manni og sama er að segja um andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þ.e. þeim finnst hann hafa verið hrokafullan. En hlutlaust á litið? 2-2 eins og fótboltanum ef við lítum á það jákvæða sem hann sagði og það neikvæða. Hann hrósaði Össuru kallinum í fyrsta skiptið í langan tíma. Á móti hallmælti hann Ingibjörgu drottningu í Reykjavík heldur betur. Síðan tók hann götustrákinn í Gaumi fyrir sem síðan slóg í gegn í Sjálfstæðu fólki rétt á eftir. Mættum við eiga fleiri slíka athafnamenn. Svo skaut hann Steingrím Ara í kaf með einni setningu. Megi Guð geyma þá sem Davíð gerir lítið úr.