Krabbamein elur af sér mjólk og hunang!
Merkilegt þótti mér að lesa viðtal DV við Jónínu Ben um ríkisstjórnina.

http://www.dv.is/frettir/2012/5/4/jonina-segir-stjornina-vera-krabbamein/

„Vinstri sundrungin er sem krabbamein í þjóðarlíkamanum og kímómeðferðir stjórnvalda lama ónæmiskerfi almennings,“ Segir Jónína Ben, á sama tíma og hún segir í sama viðtali „Verum þakklát fyrir að hafa á skemmstum tíma í þjóðsögu nokkurrar þjóðar ná að fara úr eymd í allsnægtir þar sem bikar okkar er yfirfullur, mjólk og hunang gæti verið á öllum heimilum,“. Ætli Jónína Ben geri sér grein fyrir þeirri þversögn sem í þessum orðum felst?

Skoðum líka aðeins afleiðingar þessara "kímómeðferða" sem Jónína talar um:
 • Árið 2010 var 9.1% atvinnuleysi á Íslandi og spáðu flestir að atvinnuleysi myndi fara yfir 10%. Árið 2012 er atvinnuleysið komið niður í 7.1%
 • 3.1% hagvöxtur var á Íslandi á síðasta ári. Er það mun hærra en í flestum öðrum löndum og yfir 60% af meðaltali OECD landanna
 • Árið 2009 var Ísland á lista yfir 10 líklegustu þjóðirnar til þess að lenda í gjaldþroti. Í dag talar enginn um möguleikann á greiðslufalli ríkissins
 • Halli ríkissjóðs var tæplega 10% árið 2009 en er kominn í 1.2% árið 2012
 • Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð
 • Yfirveðsettum heimilum hefur fækkað um 15.000
 • Einkaneysla hefur aukist um 4% og útflutningur um 3.2%
 • Fleiri stunda nám, eru í endurmenntun eða starfsþjálfun en áður í sögu Íslands
 • Kaupmáttur launa hefur aukist um 5.3% síðasta árið
 • Launavísitala hefur hækkað um 12.1% síðasta árið
 • Seðlabanki Íslands spáir auknum hagvexti til 2014 á bilinu 2.3% - 2.6% á ári
 • Tekjur ríkissjóðs jukust um 6.3 milljarða í fyrra og gjöld drógust saman um 5.3 milljarða
 • Fjárlagahallinn var 216 milljarðar árið 2008 en er ætlaður um 20 milljarðar í dag
 • Stýrivextir hafa farið frá 18% árið 2009 niður í 5% árið 2012
 • Verðbólgan var 18.6% árið 2009, er 6.4% árið 2012
 • O.fl.
Svona væri lengi hægt að halda áfram. Ef "kímómeðferðir" ríkisstjórnarinnar hafa skilað þessum árangri myndi ég vilja að hún héldi námskeið fyrir íslenska lækna, því krabbamein á Íslandi væri úr sögunni.

Heimildir:
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Eysteinn Eyjólfsson
- Steingrímur J. Sigfússon
- Rauði þráðurinn
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard