Eðli kosninga er gjarnan það að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir það sem þeir telja að betur má fara og öfugt. Eðli máls samkvæmt þá liggur pressan gjarnan á ráðandi valdhöfum en mig langar að snúa þessu einnu sinni við og kanna hvað hefur stjórnarandstaðan gert.

Hlesta stefnumálið virðist vera biðlistamálið og samfylkingin hefur lagt sig alla fram við að gera mikið úr þeim.
Lítum nú aðeins á staðreyndir málsins:

- Skoðum hvernig biðlistar eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þróuðust í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Árið 1994 þegar Ingibjörg tók við voru 458 á biðlista. Þessi fjöldi jókst jafnt og þétt og svo var komið að árið 2003 voru 1022 á biðlista. Þetta er meira en tvöföldun þeirra sem biðu eftir félagslegum íbúðum.

- Á 12 ára tímabili þegar samfylkingin fór með lyklavöldin í Reykjavík voru byggð 0 hjúkrunarrými fyrir aldraða.

- Vel yfir 6000 einstaklingar sóttu um þær örfáu lóðir sem voru í boði

- Biðlistar á leikskóla lengdust úr 320 í 512 þrátt fyrir að barnafólki fækkaði í borginni vegna lóðaskorts.

Samfylkingin hefur lofað að byggja 400 hjúkrunarrými fyrir aldraða. Nú þegar hafa hins vegar verið gerðar áætlanir af hálfu stjórnvalda um að byggja yfir 370 hjúkrunarrými á næstu árum og frá árinu 2000 voru byggð yfir 500 hjúkrunarrými hér á landi af hálfu ríkisnis undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er því í raun að gefa loforð sem þegar er komið í farveg.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að skerða bætur til þeirra sem verst hafa það. Lítum á dæmið eins og það raunverulega er:

Svo undarlega sem það nú kann að virðast miðað við málflutning Ingibjargar þá hækkuðu greiðslur ríkisins til lífeyrisþega um 31%, þ.e. örorkulífeyrir og tekjutrygging, á árunum 1995 - 2000 en greiðsla Reykjavíkurborgar lækkaði um 32% á sama tímabili þegar Ingibjörg formaður xS var borgarstjóri.

Það er líka merkilegt að sá biðlisti sem nú er hjá BUGL koma fram á 2 mánuðum og sá sem sér um þessi mál þar er systir samfylkingarþingmansins Þórunar Sveinbjarnardóttur og er auk þess sjálf í framboði fyrir flokkinn. Þrátt fyrir nægt fjármagn var beðið með fjölda umsækjanda í nokkra mánuði til að henda öllum inn á sama tíma og láta það líta ut fyrir að vera vanrækslu stjórnvalda að kenna. Síðan ráðast menn á Jónínu fyrir að tengjast stúlku sem fékk ríkisborgararétt.