Í fyrsta lagi er ég 16 ára pjatti, mjög litla reynslu af pólitík en hef mínar skoðanir. Ykkur er frjálst auðvitað að leiðrétta allar villur og ég veit ekki mikið um lög. En samt hef ég nú eitthvað hugsað um persónuskattinn. Fyrir einhverjum 20-30 árum var persónu skattur mjög mikill hagnaður fyrir ríkið, ábyggilega í kringum 20 prósent eða svo, í dag held ég að þetta sé ekki nema rúm 5%. Það væri eflaust hægt að fella hann niður og hækka matvöruskatt (varð dálítið fúll þegar matvöruskattur var lækkaður því það var skref í hina áttina). Ég er nú frekar hægrisinnaður, en það er samt hægt að hugsa um fólkið í hægri stjórn (hef heyrt frá einhverjum flokk að þeir vilji fella hægri stjórn o_O). Hugsið ykkur ef dýrar vörur hefðu hærri skatt og þær ódýrari minni skatt… hvað gerir fátækt fólk? Það kaupir ódýrar vörur. Hvað gerir vel efnað fólk það kaupir dýrar vörur… Bæði græðir illa efnaðri almenningurinn á þessu og persónuskatturinn yrði afnuminn sem þýddi að maðurinn hef meiri pening til að eyða, án þess að raska fjárhag ríkisins. Hef nú ekki þurft að borga í skatt en fæ leiðinlega tilfinningu þegar ég hugsa um að þurfa borga 25% af mínum launum sem ekki væri nauðsynlegt með öðru skipulagi. Ég er enginn hippadrusla (sem flestir krakkar eru og gargandi að öll illu fyrirtækinn séu að jarða ísland í allri sinni dýrð og eina vitneskjan sem þau hafa er frá michael moore eða eikka slíkt) og er auðvitað að reyna að hugsa um bætt kjör sjálfs míns og auðvitað múgsins líka, en er ég ekki hluti af múgnum? Einn maður benti mér á það að í áramótaávarpinu væru íslendangar kallaðir þegnar.. eins og þegnar konungs (hann gerði það reyndar ekki núna). Kenning þessarar manns er að ríkið er að reyna halda í almenning með því að láta það halda að við tilheyrum því með því að kalla okkur meðal annars þegna og láta okkur borga persónuskatta. Við skulum ekki gleyma því að ríkið tilheyrir okkur. Svo finnst mér nú þetta virkjanavæl út í hött. Hvað með það þótt sé verið að stækka álverið? Hvað með það? Ef það er eitthvað álver sem á að laga þá væri það þetta í straumsvík. Og hvað með það þótt það sé virkjun út rassgati á Kárahnjúkum þar sem áður fyrr gastu aðeins farið á flugvél eða vel breyttum jeppa? Það var ööööölluuuuum sama um þetta áður.Eitt enn. Mér finnst Ómar Ragnarsson ver orðinn bilaður og sívælandi fátækur gamall einstæður kall(mín skoðun). Endilega segið ykkar skoðun en verið kurteis svo svarinu ykkar verði ekki eytt ;)