Það er nöturlegt til þess að vita að einmitt nú þegar Íraksstríðið er orðið þungamiðjan í baráttunni gegn hryðjuverkum skuli Framsóknarflokkurinn draga stuðning sinn við Bandaríkjastjórn til baka. Bush og Bandaríkjastjórrn hafa verið í fararbroddi í baráttu sinni við öfgasinnaða ofsatrúarmenn.

Nú þegar við blasir að Íranir eru að koma sér upp kjarnorkusprengjum, sem þeir myndu vafalítið koma í hendur al-Qaeda, er nauðsynlegt að allir Íslendingar standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Írak, og einnig öðrum bandamönnum okkar í NATO í Afghanistan. Okkur ber skylda til að skoða þann möguleika að fara líka með hernaði gegn öfgasinnaðri klerkastjórninni í Íran, og styðja þá aðgerð, ef til kemur, með ráðum og dáð.

Þá ber okkur og skylda til að beita öllum tiltækum ráðum í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum sem nú geisar í Bandaríkjunum, Evrópu og hér á landi. Það ber til dæmis að beita símhlerunum, og væri í því sambandi ráðlegt að leiða í lög lög svipuð hinum bandarísku “Patriot Act”, sem Bush knúði með harðfylgi í gegnum Bandaríkjaþing.

Þá ber okkur skylda til að standa gegn tilraunum öfgafullra múhameðstrúarmanna til að ráðast gegn vestrænum gildum. Þar má nefna tilraunir til að ritstýra Jótlandspóstinum frá mið-austurlöndum og gagnrýni á páfa.