Mér finnst undarleg öll þessi umfjöllun sem Framsóknarflokkurinn er að fá trekk í trekk. Hér höfum við flokk sem er með um það bil 5% fylgi á landsvísu, sem þýðir að flokkurinn muni fá þrjú þingsæti í næstu þingkosningum, í stað tólf.

Í flokknum eiga sér stað mikil innri. Reynt er að finna rétta manneskju í hvert sæti og eru skiptar skoðannir innan flokksins um hvaða fólk skal leiða hann. Jón Kristjánsson mætir Guðna Ágústsyni, áhugavert verður að sjá hvort sá “harði” eða “hnitni” verður ofan í þessari baráttu.

Þessa gífurlegu umfjöllun má kannski skýra með því að það er ekkert að gerast í þessu blessaða landi, glæpamenn eru metnaðarlausir hálvitar; það eru allir frægir, svo það er ekkert vit að fjalla um það; öllum virðist vera sama um spillinguna í landinu, svo það er bara fjallað um Framsókn.

Um stefnu flokksins er lítið hægt að setja útá. Hún er hlutlaus miðjustefna sem flestir geta verið sáttir við. Vandamálið er kannski að Framsóknarfólk er ekki alltaf samkvæmt sjálfu sér. Þótt að bændastefnan sé kannski ekki á blaði hjá þeim lengur, er hún það í raun. Hægt væri að bæta kjör allra landsmanna töluvert ef tollar og gjöld á matvörur yrðu feld niður, en framsókn finnst það ekki góður kostur. Þetta samræmist til dæmis ekki fimmta stefnuflokk þeirra, Hagkerfi, þar sem segir “Við viljum byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls” Einstaklingar í innfluttningi matvæla eiga erfitt með að keppast við innlenda framleiðendur þar sem þeir fá himinháa styrki, og einnig þar sem tollar og gjöld á innflutt matvæli séu eins há og raun ber vitni.

Áhugavert verður að sjá hvort Framsókn hlotnist annað kraftaverk eins það sem átti sér stað rétt fyrir seinustu þingkosningar þar sem fylgi þeirra jókst um 9% prósentustig eða svo. Kannski er um ekkert kraftaverk að ræða, kannski að markaðsfræðingar séu bara klókari en flesta grunar, hver veit? En eitt er víst, hart verður barist, ekkert gefið eftir, og allt verður gert til að halda í völd og virðingu.