Kæru hugarar, nú líður senn að bæjarstjórnarkostningum og þess vegna vildi ég vekja athylgi á tvemur hlutum sem ég er ekki ánægður með í sambandi við stjórn Mosfellsbæjar.

Fyrra atriðið er kosningarherferð núverandi bæjarstjórnar sem er skipuð af sjálfstæðisflokknum.
Flokkurinn er búinn að hækka þær greiðslur sem íbúar þurfa að greiða til bæjarins umtalsvert og var það gert frekar snemma á kjörtímabilinu. Nú þegar dregur nær kosningum á að “bæta upp fyrir þetta” með því að endurgreiða einhverja smá upphæð til hvers bæjarbúa og er hún aðeins brotabrot af því sem íbar eru búnir að greiða aukalega til bæjarins vegna þessar hækkunar.
Í sambandi við byggingu nýrrar sundlaugar við Lágafellsskóla var stofnað félag sem átti að sjá um fjármögnun sundlaugarinnar þannig að það kæmi ekki út sem tap á rekstri bæjarins. Einnig stangast byggin þessar sundlaugar á við loforð flokksins um endurbætur á Varmárlaug.
Nú er byrjað að byggja nýtt hverfi í bænum og búið er að úthluta öllum lóðum þar. Sala á þessum lóðum kemur út sem hagnaður bæjarfélagsins sem er enn ein leið bæjarstjórnar til að fela það tap sem hefur verið á rekstri bæjarins.

Hitt atriðið sem ég vildi minnast á er bygging nýs hverfist undir Helgafelli. Þar á að byggja alveg að Varmánni og þannig spilla umhverfinu við hana algjörlega. Síðan á að setja tengibraut í gegnum hverfið og í gegnum hálfan bæinn. Þessi tegnibraut mun spilla friði íbúa í húsunum við hana, ég meina hver vill eiginlega fá fjögra akgreina veg fyrir utan svefnherbergis gluggann?
Kona nokkur sem ég þekki mer að lenda í þessu, það er einmitt hringtorg sem lendir hliðiná húsinu hennar og hún ákvað því að flytja. Hún athugaði hvort eitthvað húsnæði væri til í bænum og húsnæðisverð hér í Mosfellsbænum er næstum jafnhátt í miðri Reykjavík þannig að hún ákvað að sækja um lóðir í öllum þessum hverfum sem á nú að fara að bæta við bæinn. Eftir að það vat búið að draga út lóðirnar fékk hún ítrekað hringingar frá fólki sem hafði unnið lóðir og vildi núna fara að selja lóðirnar til baka og var verðmunurinn þar sem hann var minnstur 6 milljónir. Það sem er skrýtið við þetta er hvernig þeir sem unnu lóðirnar vissu hverjir aðrir höfðu sótt um lóð. Þær upplisingar eru trúnaðarmál hjá einhverjum bæjaryfirvöldum, sem þýðir að einhver frá bænum hefur lekið því út til fasteignasala.

Annars vona ég personulega að Sjálfstæðiflokurinn muni ekki vinna þessar kosningar og það mun vera mikill spenningur í sambandi við þessar kosningar.

Takk fyrir lesturinn, Loki.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“