"Ef allir Íslendingar borguðu skattinn sinn gætum við lækkað tekjuskatt úr 38,5% í 5% [sic]"

Þetta frétti ég gegnum millilið frá innheimtustjóra ríkisins, og er ekki að grínast.

Enginn fílar að borga skatta, það er nokkuð víst. Hvað þá að missa tæpan helming launa sinna til ríkisins. Þess vegna sleppa sumir því einfaldlega. Sniðugt, ekki satt?

Ef við getum tekið orð innheimtustjóra trúanleg eru skattsvik mun stærra vandamál fyrir Íslendinga en flestir gera sér grein fyrir.

Er leið til að snúa þessarri þróun við án þess að gera Ísland að lögregluríki? Óréttlætið gargar á mann þegar maður íhugar málið aðeins nánar. Skattsvikararnir aka um á götum sem þeir borguðu ekki fyrir, senda börnin sín í skóla í boði heiðarlegra skattgreiðenda og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað annarra!

Nú væri gaman að fá frekari vitneskju frá lögfróðum Hugurum: er skattlögum og framfylgingu þeirra ábótavant? Ef svo er, hverju þyrfti þá að breyta?

Allar skoðanir eru vel þegnar, en skítkasti skal halda innan leikskólans.