Undirrituð er um þessar mundir stödd í BNA í 10 mánaða dvöl og gengur í amerískan “high school”. Þar er meðal annars kennd amerísk saga, og hef ég sótt tíma í greininni þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á efninu. Á þessum tímapunkti er verið að tala um seinni heimsstyrjöldina og hvaða áhrif hún hafði á BNA, og í kennslubókinni fann ég eftirfarandi niðurstöður úr könnun bandarísks tímarits á skoðunum Bandaríkjamanna á stríðinu og hvort og hvernig þeir ættu að taka þátt í því. (Ég býst við að flestir viti að Bandaríkjamenn útilokuðu sig frá stríðinu (og umheiminum) í byrjun þess)

Fortune's 1939 survey on war: What should the US do?

Fight with Allies now - 3%
Fight with Allies if they are losing - 13,5%
Send supplies to Allies but not to Germany - 20%
Sell supplies to both sides cash and carry - 29%
No aid to either - 25%
Help Germany - 0,01%
Don't know and others - 9%

Þið getið myndað ykkur ykkar eigin skoðanir, en mér finnst svolítið lýsandi fyrir BNA og þann anda sem ríkt hefur þar frá upphafi að flestir vildu bara græða á vandræðum Evrópumanna með því að selja öllum sem vildu vopn. Kapítalisminn í allri sinni dýrð… Ég hef rekist á fjölmörg svipuð dæmi. Til dæmis varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég skoðaði efnisyfirlit 1200 blaðsíðna kennslubókar í “world history” og sá að þar var hvergi minnst á Ísland, og ég hef oft lent í að fólk spyrji mig hvar Ísland sé eiginlega og hvort að enska sé ekki örugglega ríkismálið. Hér í Ameríku virðist heimurinn bara ekki vera neitt meira en Bandaríkin, Afganistan, Írak og hugsanlega Kanada. Ég ætla ekkert að segja meira um þetta, en ef þið viljið vita eitthvað meira um ástandið hérna, spyrjið þá bara. Mér finnst þetta sorglegt.