Ég hef verið að velta fyrir mér áhrifum undirskriftalista gegn ákvördunartökum ríkistjórnarinnar. Ég hef engar tölfræðilegar upplýsingar í höndunum og ég fann lítið á www.althingi.is varðandi málið. Mér langar að vita hvort undirskriftarlistar í stærra lagi hafi einhver áhrif á ákvarðanatöku þeirra Dabba og Dóra? Er eitthvað sem segir til um að það verði að taka mark á þessum listum eftir að þeir ná einhverri ákveðni stærðargráðu? Ef þeir virka ekki hvað er það þá sem mögulega gæti virkað? Ég las Guerilla Warfare eftir Che en ég held að það sé aðeins of djúpt í árinna tekid.

Það sem mér liggur á hjarta er eflaust orðið þreytt meðal flestra hér á huga en það er herinn í Keflavík og þáttaka okkar í Írakstríðinu. Ég get ekki séð að undirskriftarlistinn frá þeim sem ekki voru hlynntir þáttöku okkar í Írakstríðinu sem barst til eflaust 90% þjóðarinnar hafi borið neinn árangur né mótmælin fyrir framan stjórnarráðið síðastliðið vor. Hvað er þá eftir? Hvernig getum við sem segjum “þetta er ekki mín ríkisstjórn því x´ið mitt fór á nafnið fyrir neðan” haft einhver áhrif á meðan meirihlutinn sefur?

Ég verð að segja að ég er ráðalaus. Ég tók þá afstöðu fyrir nokkru að vera virkari í mótmælaaðgerðum af þessu tagi og kannski er það byrjuninn? Mun það hugsanlega vefja upp á sig? Ég svo sannarlega vona það. Hvað getum við gert á meðan tveir stjórnarplebbar taka lýðræðisvald okkar í sínar hendur án þess að tala vid hvorki kóng né prest og skrifa okkur á listann? Þetta er ekkert annað er brot á stjórnarskrá og viðbrögð okkar við því voru áhrifslausir undirskriftarlistar og mótmæli sem hafði ekkert upp á sig.


Hvað er hægt að gera? Ég óska eftir svari.