Mér hlakkar til næstu kosninga. Því ég veit að þá munu sjálfsstæðismenn og framsókn vinna saman en einn stórsigurinn. Það virðist en vera nokkuð í það að meirihluti þjóðarinnar átti sig á að sjálfsstæðisflokkurinn er langbestur upp á efnahaginn að gera, en þó kannski ekki svo því næstum því meirihluti landsmanna hefur alltaf kosið hann.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur með styrkri stjórn viðhaldið stöðugleika og honum að þakka þá erum við búinn að einkavæða ömurlegar ríkisstofnanir og lækka skatta.
Það sem ég vonast til að sjálfsstæðisflokkurinn geri á næsta kjörtímabili:

Lækki skatta en meira.

Herði útlendingalögin.

Stofni her, svo íslendingar geti verið þjóð með þjóðum og tekið þátt í mikilvægum hernaðaraðgerðum með bandamönnum okkar.

Já, mér finnst komin tími á her. Þótt hann verði kannski aldrei stór, þá leggjum við a.m.k. eitthvað fram í baráttunni fyrir betri heim. Við misstum af seinni heimsstyrjöld, við misstum af kalda stríðinu og við erum að missa af stríðinu gegn hryðjuverkum.

Stríðið gegn hryðjuverkjum er í raun loka átakið fyrir betri heimsmynd. Heimi þar sem út um allt eru frjálsar lýðræðisstjórnir undir öruggum verndarvæng Bandaríkjanna Norður Ameríku.

Eins og kom í ljós í bandarísku forsetakosningunum þá eru bandaríkjamenn eina þjóðin í heiminum sem setur ennþá siðferðismál á oddinn. Þannig þjóð viljum við hafa í forystu og eitt það besta sem Davíð hefur gert fyrir Ísland og íslendinga er sú staðfasta hollusta sem hann hefur sýnt þeim.

Svo gleðjumst. Ég segji við vælandi vinstrimenn, heimurinn er á leið til hins besta svo lengi sem þið tapið kosningunum heima á Íslandi og í Bandaríkjunum!