Hversvegna, er R listinn en við völd? Og hvers vegna kemur hann betur út í skoðanakönnunum heldur en sjálfsstæðismenn? Þrátt fyrir að fjármál borgarinnar virðist vera í ólestri og enginn er sáttur við nýja borgarstjórann.

Ástæðan er ekki að mínu mati sú sem allir spjallþættir vilja flagga, að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sé svona lélegur foringji. Nei, ástæðan liggur held ég ekki í veikri stjórnarandstöðu. Um R listann má það segja að þegar einhver er með svona lélega stjórn, þá þarf hann ekki stjórnarandstöðu.

Ástæðan liggur annarsstaðar. Einn helsti andstæðingur R-listans er Davíð Oddson. Fyrrum borgarstjóri sem á sínum tíma trompaðist í beinni útsendingu yfir niðurstöðum kosninga. (Í fyrsta sinn sem R-listinn vann sjálfsstæðismenn).

Með svona óvini þarf R-listinn enga vini.

Þórólfur vann hjá olíufélaginu, en Davíð Oddsson fór í laxveiðiferðir með forstjóra þess. Á sama tíma og Þórólfur þarf að segja af sér úr embætti borgarstjóra, stelur Davíð senunni, með því að kalla stjórnarandstöðuna meinfýsnislega úrtölumenn og afturhaldskommatitti.

Það sem fólk upplifir í skoðanakönnunum er ekki vonlaus stjórnarandstaða D-listans eða samúðarbylgja fólksins með Þórólfi. Skoðanakannanir sýna andúð fólksins á formanni sjálfstæðisflokksins.
Bláa höndin sem eitt sinn sópaði til sín atkvæðum er farinn að flækjast fyrir.

Skapofsi Davíðs gerði stjórninni erfitt um vik í fjölmiðlamálinu og það er skapofsi hans sem kemur niður á sjálfsstæðismönnum í borginni.