Frumvarp þetta er árás á lýðræði og málfrelsi íslendinga að mínu mati. Sérstaklega í þessu litla þjóðfélagi þar sem við erum nú ekki að tala um marga ljósvaka og prentmiðla.

Davíð Oddsson segir; að menn sem væru í markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri mættu ekki eiga fjölmiðil.

Hvaða menn eiga þá að eiga fjölmiðla?

Ef við skoðum rekstur á hinu ríkisrekna RÚV þar sem miðillinn er rekinn með afnotagjöldum, auglýsingatekjum og beinum greiðslum úr ríkssjóði til þess að koma á móts við 100-200 milljóna rekstrarhalla á ári hverju.

Hverjir myndu vilja reka fjölmiðil?

Þetta er umhverfið sem hinir frjálsu fjölmiðlar þurfa að keppa í. Hver einasti frjálsi fjölmiðill fyrir utan þann prentmiðil sem núverandi “ríkstjórn styður”* eða á beint hlut í hefur þurft að vinna við mjög mikinn rekstrarhalla. Fjölmiðillinn Norðurljós hafa nýlega skipt um eigendur vegna skulda.

Með þessu lagafrumvarpi er núverandi ríksstjórn að sópa burt öllu sem kallast fjölmiðlaumhverfi eða frjálst fjölmiðlaumhverfi. Það verður gaman að sjá einhvern sem tja ekki minna en 4 milljarða í beinhörðum peningum og með reynslu í ljósvakamiðlarekstri kaupa allan hlut í Norðurljósum og reka miðilinn af ástríðu einni án þess að hagnast neitt á því.

* Fram hefur komið að núverandi þingmenn og ráðherrar eiga hlut í Árvaki, eignarhaldsfélagi Morgunblaðsins.