Ég hef ákveðið að skrifa hér smá pistil af alvarlegri toganum um málefni sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér síðustu misseri.
Um daginn þá var ég að horfa á fréttirnar á stöð 1. Þar var frétt frá Bandaríkjunum og var einhver kona þar sem situr í stjórn landsins. Hún var að lýsa því yfir að það hefði ekkert getað komið í veg fyrir árásirnar 11. september, stjórninni hefði ekki borist nein vitneskja um neitt slíkt og þau hafi því verið alveg óviðbúin.
Þá fór ég að pæla, hefði í raun ekki verið hægt að koma í veg fyrir þetta? Mín skoðun er á þá leið að það hefði verið hægt.
Síðastliðin ár hafa Bandaríkjamenn farið útum allar trissur með tákn friðar í hendi, að mínu mati falskt tákn, og ætlað að frelsa heiminn. En það sem þeir hafa skilið eftir sig í þessum svokölluðu “Friðarferðum” er ekkert nema reiði fólksins í þeirra garð. Tökum sem dæmi Ósómann - Bandaríkjamenn þjálfuðu hann upp hér á árum áður í hermannabúðum í Kasakstan. Einn dag skall svo á stríð þar en þá voru Kanarnir horfnir á braut og skyldu þá eftir bara. Þá er skiljanlegt að menn hafi orðið sárir vegna slíkrar framkomu (þó það réttlæti engan veginn árásirnar 11. september). Svipaða sögu má segja um Saddam Hussein.
George W. Bush er mjög trúaður maður og allt gott með það. Þegar maður fer að lesa Bíblíuna þá kemur fljótlega mjög sterkur boðskapur í gegn sem reyndar stendur svo líka á einni síðunni: Maður uppsker eins og maður sáir". Og er það ekki bara nákvæmlega það sem hefur gerst?
Ég hef grun það…

Fiðlarinn hefur talað!

Endilega kommentið soldið á þetta:D