Ég ætla nú að taka bara hitt og þetta núna, sem stingur mann í augun og einnig hluti sem ég er sammála, þótti bara þörf á að taka aðeins sjávarútvegsstefnunni í fyrri grein minni þareð SUS-ályktunin var hreinn áróður frá LÍÚ. Meðfylgjandi eru einnig skoðanir mínar á þessum hlutum sem munu örugglega ekki þóknast sumum en svoleiðis er lífið, ætli mannni verði ekki stungið inn fyrir ranghugsun?

Hérna eru nokkur atriði sem er gaman að velta fyrir sér og í sumum tilfellum hvort þeir sem skrifuðu lifi í einhverjum öðrum heimi en hinn almenni borgari:

Viðskipta- og efnahagsmál:

“Jafnræði skal ríkja með atvinnugreinum og sértækar aðgerðir, í formi ríkisstyrkja eða ríkisábyrgða, er ekki hægt að réttlæta….. Stofnanir eins og Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Lánasjóð landbúnaðarins ætti að leggja niður og selja eignir þeirra.”- Heyr, heyr, burt með ríkisábyrgðina á ÏE og ég er alveg sammála um Byggðastofnun og Lánasjóð landbúnaðarins. Nýsköpunarjsoður atvinnulífsins er ég ekki svo viss, minnir að hann hafi verið stofnaður til að auka fjölbreytni í atvinnu og gefa fólki með góðar hugmyndir tækifæri til að koma þeim af stað.

“SUS gagnrýnir þær sértæku aðgerðir sem ríkisstjórnin lagði til í vetur með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi.” hvers vegna í ósköðum gagnrýndu þeir þetta ekki fyrir kosningar? E.t.v. vegna þess að þetta var gert í atkvæðaveiðaskyni?

“Frjáls innflutningur leiðir til lægra vöruverðs neytendum til hagsbóta og því er nauðsynlegt að draga stórlega úr innflutningshöftum, sem eru allt of mikil hér á landi.” Gott mál, en efast um að þetta komist nokkurn tímann í gegn á meðan þeir eru í samfloti við framsókn og á meðan ríkið fær góðar tekjur af þessum gjöldum verða ekki tollar lagðir niður, einhver staðar verða peningar að koma til að fara í velferðarkerfið og gæluverkefni og sukk landsfeðranna.

“Mikilvægasta verkefnið í samkeppnismálum er að afnema einokun, sem er til staðar vegna afskipta og áhrifa hins opinbera og innbyggðra markaðsbresta. Staðreyndin er að í ýmsum atvinnugreinum kemur hið opinbera í veg fyrir að samkeppni þrífist, meðal annars með því að setja skilyrði sem eru hugsuð til þess að vernda þá sem eru fyrir á markaðinum. Ef aðgangshindrunum er rutt úr vegi fær samkeppni að blómstra því þá munu önnur fyrirtæki hafa tækifæri til að hefja starfsemi á markaðinum ef fyrirtæki sýna einokunartilburði.” Sjáum nú til, hvernig er frjáls samkeppni á trygginga, banka, olíu og flutningsmarkaði(Eimskipsmenn örugglega ekki hressir með þetta) og það eru nú aðgangshindranir inn í kvótakerfið. Sumu leyti rétt en mikil einokun hér á landi er til kominn vegna yfirburðarstöðu fyrirtækjanna sjálfra sem sölsað hafa undir sig markaðinn. Það er frekar að ríkið þyrfti að hindra þessa einokun hér sem kemur e.t.v. vegna smæðar landsins.

“Ábyrgð Samkeppnisstofnunar er gífurlega mikil, enda eiga afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu að vera í lágmarki. Ljóst er að Samkeppnisstofnun er komin langt fram úr því markmiði, sem henni var sett í upphafi. Óeðlilegt er að Samkeppnisstofnun ákveði að taka mál upp, rannsaki þau og dæmi jafnframt í þeim. Pólitískt skipað samkeppnisráð ætti að leggja niður, enda eru þeir sem þar sitja ekki fagaðilar og óeðlilegt að samkeppnisráð starfi eins og dómsstóll. Dæmi um það öngstræti, sem samkeppnislögin eru í, er að fyrirtæki getur verið að brjóta samkeppnislög hvort sem það er með jafnhátt verð, hærra verð eða lægra verð. Það er því nauðsynlegt er að endurskoða markmið samkeppnislaga og endurskoða tilverurétt Samkeppnisstofnunar.” Þetta er búið að vera mikill þyrnir í augum Sjálfstæðismanna að það sé verið að skoða óhreina þvott eigenda flokksins, sjáið nú viðbrögðin þegar stofnunin hóf að skoða samráð á olíumarkaðnum. Samkeppnisstofnun á fullan rétt á sér, ekki síst nú til dags þar sem eignarhaldið er að færast á færri hendur og almenningur borgar brúsann.

“SUS leggur áherslu á að lokið verði við sölu hlutabréfa í Landssíma Íslands hf. hið fyrsta……einkavæða ÁTVR…….SUS telur mikilvægt að hafist verði handa við að undirbúa einkavæðingu á Íslandspósti, Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Ríkisins, orkuveitum sveitarfélaga, Ríkisútvarpinu og að Rás 2 verði seld þegar í stað” Einkavæða allt er mootó SUS, sérstaklega það sem er í einokunarstöðu eins og orkuveiturnar, greinilegt að þeir heyrðu ekki í orkumálastjóra Kaliforníu þar sem hann sagði frá hinni afspyrnuvondu reynnslu BNA af því og þeir hafa einnig misst af fréttunum af rafmagnsleysinu þar í landi. RÚV finnst mér persónulega að eigi að vera áfram ríkisrekið en fara yfir á föst fjárlög og er sammála SUS að hætta með afnotagjöld. Selja Rás 2? Eina stöðin sem stendur sem spilar fjölbreytta tónlist, yrði að FM2 hjá Jóni Ólafss. innan fárra vikna.

“Þáttur ríkisins í lánastarfsemi er allt of stór og mikilvægt er að ríkið færi rekstur Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóðs yfir til einkaaðila. Rekstur þessara stofnana á heima í almenna bankakerfinu…..SUS varar eindregið við hugmyndum um breytingar á húsnæðislánakerfinu……Ef þessar tillögur ná fram að ganga eru þær aðför að bankakerfinu og munu einnig koma í veg fyrir að leigumarkaður nái að skjóta rótum, sem gengur þvert á hagsmuni ungs fólks.”
Þetta er nokkuð sem bönkunum dreymir um þessa daganna, að komast í peningana sem eru þarna. Að sjálfsögðu hafa þeir sagt að þeir gætu aldrei boðið eins góða vexti. Aðför að bankakerfinu að gera húsnæðislánakerfið þannig að fólk eigi auðveldara með að koma þaki yfir höfuðið, hmmm, ekki beint verið að hugsa um almenning og að leigumarkaðsdæmið er bara fyndið, okrað á markaðnum sem stendur.

“Áhyggjuefni er að sum sveitarfélög með Reykjavík í broddi fylkingar hafa hækkað skuldir og skatta á sama tíma og ríkið hefur snúið halla í afgang og lækkað skatta. Það skýtur skökku við að á því góðæristímabili sem ríkt hefur undanfarinn áratug hafi Reykjavíkurborg aukið skuldir sínar um 1.100%. Ljóst er að sveitarfélögin verða að gæta aðhalds í ríkari mæli en raunin hefur hingað til verið. Fyrirtækjarekstur í höndum sveitarfélaga er tímaskekkja sem bregðast verður við hið snarasta.” Er sammála SUS með Reykjavíkurborg, R-listann hefur verið að fara allt hér til andskotans í fjármálum, við borgum brúsann og því fyrr sem maður losnar við þá ógnarstjórn því betra, sama gildir um ríkisstjórnina btw, góðæristímabilið er bara til hjá fyrirtækjum og góðvinum Der Fuehrer að manni finnst ekki almenningi og þá sérstaklega ekki öryrkjum og öldruðum eða þeim sem minna mega sín. Einnig kvarta þeir yfir aukningu í ríkisfjármálum, nenni ekki að birta það í heild og það er hjákátlegt að sjá þá dásama aðhald í ríkisrekstri hjá honum Berlusconi okkar.

“SUS telur að skoða beri að útsvar sé innheimt með gagnsærri hætti en nú gerist, með það að markmiði að skattgreiðendur geri sér betur grein fyrir hversu hátt hlutfall launa þeir greiði til sveitarfélaga og þeir geri ríkari kröfur á hendur sveitarfélögunum um að betur sé farið með skattfé þeirra.
SUS vill að reglur um lágmarksútsvar verði afnumdar, enda er markmið þeirra að koma í veg fyrir samkeppni milli sveitarfélaga í formi lægri skatta. Samkeppni um íbúa með þessum hætti myndi leiða til þess að sveitarfélög leituðu allra leiða til að hagræða í rekstri sínum með það að markmiði að fjölga útsvarsgreiðendum.” Þetta er nokkuð áhugavert en þetta yrði að vera þannig að það myndi ekki vera á kostnað velferðarkerfisins sem yrði líklegast þó. Er fylgjandi því að eyðsla stjórnmálamanna verði gagnsærri og þá bæði hjá sveitarfélögum og Alþingi(sem er talsverð þörf á þar á bæ.)

“Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði seðlabanka og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna til lausa til umsóknar.” Eru þeir að skamma hann Dabba? Þeir sem gera svoleiðis enda í fangabúðum á Sprengisandi innan tíðar. Annars er þetta alveg rétt hjá þeim og nota Seðlabankann sem hvíldarheimili fyrir afdankaða pólitíkusa þar til þeir komast á eftirlaun er til skammar. Og einnig þarf að breyta lögum um Seðlabankann þannig að bankastjórarnir beri einhverja ábyrgð. Núna eru lögin þannig að Alþingi ber ábyrgð á gjörðum þeirra en má ekki skipta sér af ákvörðunum þeirra né reka fyrir þær.

“SUS leggur til að flutningssjóður olíuvara verði lagður niður. Jafnframt leggur sambandið á það áherslu að hið opinbera hætti öllum stuðningi við frjáls félagasamtök, s.s. neytendasamtökin.” Hvers vegna ætli þeir nefni neytendasamtökin, er það nokkuð vegna einhverra óþægilegra afskipta? Stuðningur við samtök hlýtur þá að ná einnig til stjórnmálaflokka og bændasamtakanna.

Skattamál:

“ Samband ungra sjálfstæðismanna álítur að nota eigi skatta sem tekjuöflunaraðferð hins opinbera fremur en tekjujöfnunaraðferð á milli einstaklinga. Forðast skal eftir fremsta megni að nota skatta sem hagstjórnunartæki.” Ég er á því að nota skatta sem hagstjórnunartæki, hækka skatta þegar uppsveifla er og lækka þegar hagsveiflan fer niður til að jafna áhrifin út. Tekjujöfnun finnst mér einnig nauðsynleg, sérstaklega þegar bilið er að breikka nú á milli fátækra og ríkra en þetta fer eftir skoðunum hvers og eins.

“Mikilvægt er að skattkerfið sé einfalt og gegnsætt og skerpi kostnaðarvitund skattgreiðenda. Stefnt skal að því að hafa aðeins eitt almennt virðisaukaskattsþrep, án undanþága. SUS leggur til að frávik frá meginreglum svo sem sjómannaafsláttur verði felld niður.” Gott mál, þar til kemur að sjómannaafslættspartinum(sjá sjávarútvegsályktunargrein mína) og þeir minnast ekki á það í beinum orðum en barna- og vaxtabætur flokkast einnig undir þetta hjá SUS og hefur það verið síðustu ár yfirleitt sagt í berum orðum.

“SUS telur rétt að stefna beri að því að fella persónuafslátt niður í áföngum samfara skattalækkunum. ” Persónuaflsátturinn hefur verið til að jafna aðeins kjör þeirra lægst launuðu og þarna tel ég að þetta sé bara bjánalegt, lækka skatta á að gera en viðhalda afslættinum svo að kjörin jafnist eitthvað meir

“Upplýsingar um framtöl einstaklinga skal fara með sem algjört trúnaðarmál á milli viðkomandi einstaklings og skattayfirvalda, ólíkt því sem nú tíðkast.”
Ég er nú eitthvað sammála þarna enda er þarna komið inn á friðhelgi einkalífsins en aftur á móti eiga SUS-arar ekki að hindra rétt borgara til að skoða framtölin á meðan lögin eru í gildi.

“SUS fagnar undangengnum skattalækkunum og leggur þunga áherslu á að haldið verði áfram að lækka skatta. Lögð er áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn standi við þau kosningaloforð sem hann setti fram í skattamálum fyrir síðustu Alþingiskosningar, án þess að hækka þá skatta sem ekki voru á loforðalistanum, t.d. tryggingagjald. Þá telur SUS löngu orðið tímabært að leggja niður stimpilgjöld og vörugjöld sem eru til þess eins að skekkja samkeppnisstöðu á markaði og draga úr kaupmætti fólks.” Við skulum vona það bara þó maður nú efist um að almenningur fái að njóta skattalækkana, þekkjandi Milosovich okkar(mér finnst gaman að líkja honum við aðra af svipuðu tagi) og co.

Innanríkismál:


“Samband ungra sjálfstæðismanna leggur til að dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti innanríkismála sem og að byggðamál verði færð úr iðnaðarráðuneyti til þessa ráðuneytis.” Ég held að við getum flest verið sammála um að ráðuneytin séu ansi mörg og ráðherrabáknið mikið og dýrt enda þurfum við að borga þeim heilmikið í laun þessum ráðherrum og fjármögnun þess kemur með t.d. niðurskurði í heilbrigðiskerfi.

“Umsvif ríkisins hafa vaxið og er svo komið að nauðsynlegt er að endurskoða ríkiskerfið frá grunni. Lykil sjónarmið í þeirri endurskoðun eigi að vera betri þjónusta fyrir minni fjármuni, án þess þó að fórna réttindum og öryggi íbúanna. Ljóst er að innan ríkiskerfisins eru margar stofnanir að gera sömu hluti, en á forræði mismunadi ráðuneyta. Slíkt leiðir til sóunar á fjármunum og mannauði, og verður að stöðva til hagsbótar fyrir íslenskt samfélag. Hið nýja innanríkisráðuneyti ríði á vaðið í þeirri endurskipulagningu og grípi til eftirfarandi aðgerða:”
(Lítur ágætlega út og örugglega margt til í þessu og svo kemur að aðgerðarlistanum)
“. Af verkefnum dóms- og kirkjumálaráðuneytis

* Fækki sýslumannsembættum úr 25 í 6-8, en þjónustuskrifstofur verði enn reknar þar sem sýslumenn sitja nú.”
Ekkert svo slæm hugmynd, þetta er auðvitað talsvert bákn og vonandi að fjármunirnir sem sparast, myndu rata í aukna löggæslu sem hefur verið undir niðurskurðarhnífnum í fjölda ára.

“ * Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði rekið af einkaaðilum og í kjölfarið verði önnur fangelsi færð í einkarekstur.”
EINKAREKIÐ FANGELSI?????? Eru þeir endanlega orðnir klikk eða hringdi Árni Johnsen í þá því honum langar til að eiga Kvíabryggju
“ * Flugrekstur Landhelgisgæslunar og Flugmálastjórnar verði sameinaður og boðinn út.
* Verkefni sjómælinga verði færð frá Landhelgisgæslu til Landmælinga Íslands
* Landhelgisgæsla verði færð undir embætti Ríkislögreglustjóra þannig að löggæsla og almannavarnir á láði og legi yrði á sömu hendi.
* Rekstur skipaútgerðar Landhelgisgæslu og Hafrannsókna­stofnunar verði sameinaður og boðinn út.”
Landhelgisgæslan hefur verið rekin með miklu fjársvelti síðustu ár og hefur maður nú grun um að þeir vilji reyna að fela það með þessum tillögum. Nú er svo komið að þeir fá ekki nógan pening til að reka eitt skip, þyrlu og flugvél til að fylgjast með miðunum og stunda björgunaraðgerðir, nokkuð sem fiskiskip notfæra sér í ólöglegum veðium. Ein af ástæðunum hvers vegna reynt er að halda hernum er þyrlusveitin svo ekki þurfi að senda þyrlu Gæslunnar Íslenskir ráðamenn, þið ættuð að skammast ykkar fyrir þetta
“2. Af verkefnum samgönguráðuneytis
* Ferðamálaráð verði lagt niður og umsjón ferðamála verði færð til nýs atvinnumálaráðuneytis
* Ríkið hætti rekstri vinnuvéla og verkefni verði alfarið boðin út.
* Ríkisstyrkir til að halda uppi áætlunarflugi innanlands og til sérleyfishafa verði felldir niður þegar í stað.
3. Af verkefnum umhverfisráðuneytis
* Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt rekstri náttúrufræðastofa verði sameinaður.” Get nú ekki sagt neitt um þetta.

“4. Af verkefnum félagsmálaráðuneytis
* Niðurgreiðslum til byggingar félagslegra leiguíbúða verði hætt.
* Vinnumálastofnun og Atvinnuleysistryggingasjóður verði sameinuð.”
OK, hvers vegna er þeim í nöp við allt sem telst aðstoð til þeirra sem mega sín og styrkingu þess að þeir geti haft þak yfir höfðinu? Ég sé ekkert að því að niðurgreiða þetta þareð ríkið borgar þetta hvort eð er.

“5. Af byggðamálum
* Unnið verði að uppbyggingu kjarnasvæða með því að styrkja opinbera þjónustu þar t.d. með tilfærslu verkefna.
* Byggðastofnun verði lögð niður.”
Heyr, heyr, burt með Byggðastofnun og þetta er svona eins og talað úr mínu hjarta varðandi uppbyggingu kjarnasvæða. Allt of mikið verið að halda uppi stöðum með örfáum hræðum á kostnað okkar hinna og svo vilja þeir sem búa þannig, að skattar séu hækkaðir á Reykvíkinga til að halda þeim uppi. Það er ekkert annað en til að mismuna.

Stjórnsýsla:

“1. Ríkisvaldið á ekki að skipta sér af hvernig einstaklingarnir haga lífi sínu

Það er mikilvægt að hafa í heiðri þá meginreglu að ríkisvaldið á ekki að skipta sér af hvernig einstaklingarnir haga lífi sínu. Í því felst að sjálfráða einstaklingar eiga að geta lifað lífi sínu með þeim hætti sem þeir kjósa án afskipta ríkisvaldsins, svo lengi sem athafnir þeirra skaða ekki aðra í samfélaginu. Þetta kann að vera sjálfsagt í flestum tilvikum, en þegar um viðkvæm deilumál er að ræða reynir helst á meginregluna og mikilvægt að ekki sé vikið frá henni. Má í því sambandi meðal annars nefna neðangreind áhersluatriði:” Hljómar ágætlega og held að margir séu nú sammála ofangreindum texta

- “ Einstaklingar eiga að geta keypt áfengi án milligöngu opinberra aðila. Því leggur SUS mikla áherslu á að tryggt verði að á næsta þingi verði sala áfengis færð úr höndum ríkisvaldsins til einkaaðila og skorar á þingmenn að beita sér fyrir lagabreytingum að þessu leyti.” Þarna er ég ósammála, ef það á að vera selja löglega vímugjafa þá vill ég frekar að ríkið stjórni því en gráðugir kaupmenn og ef þeir skyldu einkavæða þetta þá þyrfti að vera mjög strangt eftirlit með þessu.
- “ Að sama skapi er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að skipta sér af auglýsingum. Afnema skal því bann við áfengis- og tóbaksauglýsingum.”
Jamm, verður ávallt umdeilt, held nú að það myndi ekkert skaða að leyfa þetta
- “Reglur sem kveða á um að refsivert sé að birta klám eða dreifa því eru tímaskekkja. Rétt er að afnema þær reglur og treysta dómgreind einstaklinganna í þeim efnum. Önnur sjónarmið gilda þó vissulega um ósjálfráða einstaklinga.” Umdeilt málefni og ætla mér ekkert að blanda mér í þær umræður, maður er tvístígandi í þessu og refsiverða klámið er nú oft á tíðum barna- eða níðingsklám.
- “ Einstaklingum er treystandi til að ráðstafa eigin fjármunum, þar á meðal með happdrættum eða fjárhættuspilum. Reglur sem takmarka frelsi borgaranna að þessu leyti skulu afnumdar.” Þetta munu spilafíklar taka undir

- “ Nauðsynlegt er að leggja niður mannanafnanefnd. Nafngiftir koma ríkisvaldinu ekki við. Þó er eðlilegt að setja í almenn lög heimildir til að grípa inn í vegna hagsmuna barnsins, en aðeins í undantekningartilfellum.”
Þessi mannanafnanefnd hefur verið að taka absúrd ákvarðanir og persónulega finnst mér hún ekki eiga rétt á sér, sammála allavega í grundvallaratriðum
- “Mikilvægt er að ljóst sé í lögum hvenær einstaklingur telst sjálfráða, bæði í orði sem á borði. Því er lagt til að þær hömlur sem ríkisvaldið leggur á einstaklinga fyrir aldurs sakir falli niður þegar sjálfræðisaldri hefur verið náð og má til dæmis nefna bann við áfengiskaupum.”
Þetta er nú rétt hjá þeim. Þarf að samræma þetta því það virðist gilda misjafnt um hvenær þú ert orðinn sjálfráða og fjárráða eftir því hvar þú ert að sækja þjónustu.

“2. Ríkisvaldið á að virða einkalíf borgaranna”
Þessi kafli ágætur þar til þetta:

- “ Mikilvægt er að spyrna fótum við kröfum um að bókhald stjórnmálaflokka verði gert opinbert. Það verður að teljast einkamál hvers og eins hvaða stjórnmálaflokk hann kýs að styðja, hvort heldur er með atkvæði sínu eða fjármunum.” Er algjörlega ósammála, þetta myndi sýna manni hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafa áhrif á flokkinn og þarna er verið að veita fjármagni til ráðandi aðila t.a.m. og það getur haft áhrif á ákvörðunartöku þegar í valdastólinn er komið. Sleppi nokkrum atriðum þar til að þessu:

- “ Það er grundvallaratriði að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar séu skýrð að öðru leyti í samræmi við það markmið sitt að vernda lýðréttindi, einkum hvað varðar félagafrelsi, tjáningarfrelsi og persónufrelsi. Í vafatilvikum ber Alþingi frekar að hafna löggjöf sem skerðir slík réttindi en að samþykkja hana.” Þetta hafa nú goðin ekki fylgt eftir, reykingalögin t.d. og varðandi upptökur á samtölum við stjórnmálamenn ásamt því að rýmkað hefur verið fyrir heimildum til hlerana ef mig minnir rétt.

“3. Uppbygging ríkisvaldsins á að vera eins einföld og kostur er
Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda borgarana og tryggja réttindi þeirra. Því er mikilvægt að þess sé stöðugt gætt að umfang ríkisvaldsins sé aldrei meira en nauðsynlegt er og að þrískipting ríkisvaldsins sé nægilega vel tryggð. Helstu áhersluatriði að því er varðar stjórnskipulag ríkisins og stjórnsýsluna eru eftirfarandi:
- SUS telur að leggja eigi embætti forseta Íslands niður. Embættisskyldur forsetans eru einkum formlegs eðlis og er óþarfi að sérstakt embætti fari með þær. Embætti forseta Íslands er kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur landsins og réttlætist ekki af hefð og venjum einum saman.” Hmm, ekki skylda þetta koma til vil vegna Óla grís?Þetta er reyndar rétt hjá þeim en eitt svona skemmtileg athugasemd að Kjaradómur hefur ekki hækkað laun forsetans í fjölda ára enda er nú Kjaradómur undir hæl Der Fuehrer. Auk þess þyrfti nú að taka á ferðagleði ráðherra og stjórnmálamanna sem hafa verið að bjóða stundum forsvarsmönnum fyrirtækja á ráðstefnur sem þeir eiga ekkert erindi á.
- “Mikilvægt er að aðskilja ríki og kirkju að fullu leyti sem fyrst. Í nútímaþjóðfélagi er ótækt að ríkisvaldið taki að sér að styðja og vernda eitt trúfélag umfram önnur. Þetta fyrirkomulag samrýmist ekki hugmyndum um frelsi borgaranna í lýðræðisþjóðfélagi og mismunar aðstandendum trúfélaga hér á landi.”
Alveg sammála, ég vill aðskilnað sem fyrst, hef aldrei verið hrifinn af því að ég sé skikkaður í alþjóðleg glæpasamtök frá fæðingu
- “ SUS er fylgjandi frjálsum flutningum fólks á milli landa. Mikilvægt er að ekki sé gert upp á milli einstaklinga eftir kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða stöðu að öðru leyti. Því hafnar SUS öllum hugmyndum um skilyrði um íslenskukunnáttu útlendinga til þess að öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Einnig skulu útlendingar sem hafa verið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi í hæfilegan tíma njóta allra almennra réttinda á við íslenska ríkisborgara.”
Tja, ég hef nú talið að aðlögun erlendra einstaklinga að samfélaginu geti ekki orðið að fullu fyrr en þeir geti tjáð sig á viðkomandi máli.

“Lausaganga búfjár á þjóðvegum landsins er tímaskekkja sem löngu ætti að vera búið að girða fyrir. Nauðsynlegt er að setja strangari reglur um búfé við vegi, til að stemma stigu við eignatjóni og slysum sem lausaganga veldur og með það að markmiði að auka ábyrgð búfjáreigenda.” Þetta er nokkuð sem allir nema harðir Framsóknarmenn geta verið sammála um.

“Ungir sjálfstæðismenn mótmæla neyslustýringu stjórnvalda í krafti tolla og skattlagningar. Bensínverð á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heimi og ráða þar mestu álögur ríkisins. Það er ekki ríkisins að stýra því, með sköttum og öðrum álögum, með hvaða hætti fólk kýs að ferðast á milli staða. Þungaskattur á díselbifreiðar er dæmi um neyslustýringu sem hefur skaðleg áhrif á umhverfið. Slíka neyslustýringu ber að leggja af nú þegar. Skattar á bifreiðaeigendur eru komnir langt fram úr því sem eðlilegt getur talist.” Rétt svo sem hjá þeim en bensínverðið er einnig fákeppni olíufélaganna að þakka og samráði þeirra í þökk Sjálfstæðisflokksins.

“Eitt af meginhlutverkum ríkisvaldsins er að tryggja öryggi borgaranna. Til að tryggja að því hlutverki verði sinnt er brýnt að löggæsla í landinu fái að þróast í takt við samfélagið. Til að auðvelda slíka þróun telja ungir sjálfstæðismenn að stækka eigi og fækka lögregluumdæmum. Fækkun lögregluumdæma hefur í för með sér að betri yfirsýn næst yfir stjórn löggæslumála. Hagræði eykst og kostnaður við yfirstjórn lækkar sem gefur möguleika á aukinni löggæslu í umdæmum. Með tilkomu stærri umdæma verður auðveldara að taka á stað- og tímabundnum álagspunktum.” Þetta skýtur soldið skökku við þareð flokksforystan hefur verið að skera nður í löggæslu.

“Meginhlutverk ríkisins í umhverfismálum er að skera úr um og vernda eignarrétt einstaklinga og lögaðila á náttúruauðlindum. Einnig að tryggja að þeir hinir sömu beri ábyrgð á þeim umhverfisspjöllum sem nýting viðkomandi auðlinda kann að hafa í för með sér. Þegar enginn hefur beinan hag eða hagsmuni af því að vernda tiltekin verðmæti er meiri hætta á sóun og slæmri meðferð en ella.” Hvernig væri nú að tala við útgerðina?


“Þá telur SUS rétt að ríkið hefji einkavæðingu Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða við fyrsta tækifæri. Forðast skal að steypa þessu fyrirtækjum saman, því samkeppni er nauðsynleg á þessum markaði. Einkavæðingin mun gera það að verkum að fyrirtækin starfi út frá eðlilegum arðsemissjónarmiðum en ekki pólitískum duttlungum.” Þetta yrði stórkostlegt slys ef þetta yrði gert, almenningur yrði þá fyrst mergsoginn ef þetta kæmist í einkaeign. Það er allavega reynslan frá öðrum löndum, t.d. BNA sbr. fréttaflutning um það eftir rafmagnsleysið nýlega

Sýnist að ályktanir um velferðarkerfið og menntamál þurfi sér grein í viðbót. Sem stendur lítur þetta út að SUS líti á flokkinn sem of mikinn miðjuflokk og ætli margir þeirra fari ekki í Frjálshyggjuflokkinn þegar hann verður stofnaðu