Fréttablaðið endurskrifar söguna? Í fréttablaðinu í dag birtist grein sem minnist að í dag 11 sept. 2003 séu 30 ár liðin frá valdaráni Pinochet á Chile hljómar hún svona.

“Salvador Allende er sagður vera fyrsti Marxistinn sem varð forseti með lýðræðislegu kjöri en á þessum degi 28 árum áður en turnarnir í Bandaríkjunum hrundu til grunna, skaut hann sig í stað þess að falla í hendur hers landsins sem hafði gert uppreisn gegn honum.
Flugher landsins lét sprengjum rigna á forsetahöllina eftir að Allende neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum innan hersins á Allende að hafa verið boðið að gefast upp en alltaf neitaði hann. Talið er að í það minnsta 17 sprengjum hafi verið varpað í árásinni á höllina en lífverðir forsetans vörðust hetjulega framan af. Við ofurafl var þó að etja og Allende skaut sig svo í stað þess að gefast upp.
Andstaða gegn Allende hafði í aðdraganda valdaránsins vaxið dag frá degi í nokkra mánuði. Hann var kosinn forseti 1970 með 36% atkvæða og hafði heldur ekki meirihluta á þingi og átti því í erfiðleikum með að tryggja vald sitt. Tilraunir hans til að endurreisa fjárhag landsins ollu verðbólgu og skort á matvælum. Verkföll þeirra sem voru á mót samnýtingarstefnu hans voru Allende einnig erfið og mánuði áður en hann dó hafði hann tekið háttsetta herforingja í ríkistjórn sína en það dugði ekki til að hindra uppreisnina.” -Fréttablaðið 11. sept. 2003 bls. 20

Það sem raunverulega gerðist var að þegar Allende nær kosningu sagði Henry Kissinger öryggisráðgjafi Nixons “Engu landi skal leyfast að ganga í marxisma á hönd bara af því að þjóðin er ábyrgðarlaus” og fóru BNA menn nú að eyða milljónum í að grafa undan Allende og ríkistjórn hans, þeir m.a. skipulögðu morðið á René Schneider forseta herráðsins sem var helsti stuðningsmaður Allende. Markmiðið var að sjálfsögðu að koma á upplausn í landinu og hræða þingið frá því að staðfesta kosningu Allendes. Grafið var undan efnahagslífi Chile með skipulögðum hætti með mútum og viðskiptaþvingunum, vörubílstjórum var haldið í verkfalli með peningaraðstoð frá CIA og koparfélög sem var stýrt af BNA hættu að kaupa kopar af Chile. Þessi taumlausa árás á efnahaginn bar svo loks árangur þegar Augusto Pinochet hershöfðingi með hjálp Bandaríkjamanna beitti hernum til þess að ráða Allende af dögum. Í kjölfarið hóf herinn skipulagðu útrýmingu á fylgismönnum Allende og er talið að allt að 30.000 manns hafi verið teknir af lífi á árunum sem fylgdu. Allt í nafni lýræðis og frjáls markaðars.
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman