Ég hef <a href="http://www.hugi.is/stjornmal/greinar.php?grein_i d=54769">áður</a> skrifað hér um það sem mér finnst vera áberandi þróun í stjórnmálum (á Vesturlöndum): Leitun til hægri. Nú ætla ég að endurtaka sama mál í öðrum orðum þar sem fyrri skrif fóru annaðhvort óþægilega fyrir brjóstið á vinstrimönnum eða misskildust.

Öllum er nú ljóst að stjórnmálastefnur sem ekki virða séreignarrétt einstaklinga fá ekki staðist til lengri tíma. Kommúnistar og fasistar vilja hvorir tveggja að ríkið eigi framleiðslutækin og að einhvers konar miðstýrð útdeiling gæðanna muni tryggja góð lífskjör. Ekki hefur sagan staðfest það. Þótt hugsjón eins og kommúnismi eigi markt sammerkt með því seð td frjálshyggja boðar þegar kemur að frelsi einstaklinga að þá skiptir vanvirðing kommúnista á séreignarrétti einstaklinga öllu máli. Þessi vanvirðing kostaði kommúnismann lífið í verki þótt sumir vilji enn boða ágæti þeirrar hugsunar.

Nú þegar öllum er orðið ljóst að hið allrarauðasta vinstri var vitleysa þá hlýtur tilhneigingin til að færast í átt til hægri að liggja fyrir næst. Hún gerir það líka. Vesturlönd og hin ríku lönd heimsins hafa öll lært að með því að gefa eftir ríkisafskipti og leyfa fólki og fyrirtækjum að athafna sig eins frjálslega og hægt er þá eykst hagur allra, amk til lengri tíma. Meira að segja kommúnistar Kína eru að græða á frjálsum markaði sem þeir leyfa að blómstra á sumum svæðum á meðan öðrum er haldið í gíslinu mistýrðs ríkisrekstrar. Boðskapur hægrimanna í aldaraðir hefur verið frelsi fólks og fyrirtækja til að athafna sig og græða á framtakssemi og dugnaði. Vinstrimenn hafa nú tekið upp þennan boðskap en leggja þó áherslu á að þungri skattbyrði verði að viðhalda svo illa rekin heilbrigðis- og menntakerfi geti lifað áfram. Vinstrimenn halda líka áfram að vantreysta góðmennsku fólks og boða að öll félagsleg aðstoð sé í höndum ríkisins á þungan og þvingaðan kostnað skattgreiðenda með tilheyrandi sóun og getuleysi. En í meginatriðum hafa vinstrimenn lært markaðslögmálin og þótt ýmislegt vanti enn upp á þá er það þó skref í rétta átt.

Leitun stjórnmálanna til hægri er sannarlega fagnaðarefni. Þeir sem trúa á mátt kapítalismans til að skapa auð og velsæld, trúa á áhrifamátt frelsins til að efla framtakssemi og dugnað, boða að afskipti ríkisins eigi að vera lítil af fólki og fyrirtækjum og trúa því að lítið ríkisvald sé betra en stórt ríkisvald, þeir munu bæta lífskjör sín og fólks í kringum sig. Vinstrimenn hafa lært nokkur þessara atriða og vonandi halda þeir áfram að læra fleiri, og vonandi verðum við hætt að rífast um stjórnmál eftir 100 ár.