Ég viðurkenni það sem marga grunaði svo lengi. Ég var að grínast.
Ég er ekki skráður meðlimur Sjálfstæðisflokksins, meira en það, ég er ekki hægrimaður. Ástæður þessara fáránlegu, fyndnu eða hvað ykkur finnst skrifa minna voru tvær:

1) Að sýna hvað fólk með svona skoðanir er grunnt og heimskt. Það kýs af tilfinningaástæðum eins og gamlar kellingar. Heldur að það sé að velja “frelsið”, jafnvel bjarga heiminum undan “kommum”. Ég þekki fullt af hægrimönnum og svona eru þeir, alla vega eftir tvo bjóra, alltof, alltof margir. Það er fullt af McCarthyistum inn í skáp á Íslandi sem koma út úr skápnum við tvo, þrjú glös og fara að öskra á mann fyrir að vera það sem ég er ALVÖRU vinstrimaður (enginn Solla bolla, Öskur eða SteinGRÍNur)

2) Flestir vinstrimenn á Íslandi í taugarnar á mér! Afhverju?
Afþví þeir eru ekki alvöru vinstrimenn. Þetta eru bara allt leiðinda kratar og að mörgu leyti hægrisinnaðri en Hálfstæðisflokkurinn sem stendur varla í lappirnar þessa dagana eins og menn vita. Ókei, SteinGRÍNur getur verið ágætur, en jafnvel hann er alltof hægrisinnaður fyrir mig og allt hans lið.
Engu að síður eru þau eini virkilega málefnalegi flokkurinn á Íslandi, sá eini sem lagði ekki meiri áherslu á ímynd en málefni í kosningabaráttunni eins og allir vita, og sá eini sem ætlar að breyta einhverju í forgangsröðinni hér. En þetta eru nú óttalegir kratar, uppgjafa kommar sem hafa glatað hugsjónaeldinum.

Ég er nefnilega kommúnisti! Ég er stolltur af að vera kommúnisti! Ég er ALVÖRU vinstrimaður! Ég er ekki einhver vælandi kelling sem hefur minnstu samúð með lítilmagnanum og heldur að það gefi henni rétt á að kalla sig vinstrimann.

Varðandi eignarréttinn.

Ég hef þegar komið með “rökin” með eignarréttinum frá svona hálfvitum eins og þessum ýkta persónuleika xDkynslodin sem ég skapaði hérna. En hugsið nú aðeins út í það að maðurinn er í eðli sínu félagsvera líkt og flest önnur spendýr. Apar lifa í hópum og deila öllum trjánum og banönunum. Að vísu erum við, fæst, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, engir apar, og jú, sterku aparnir fá fleira þegar hart er í ári kannski (ef svo væri) og völd apanna eru mismikil.

En. Uppruni mannkyns er fyrst hjá sameiginlegum forfaðir manns og apa í Afríku og svo hjá mönnum sem bjuggu í Afríku. Talið er að maðurinn hafi upprunlega verið grænmetisæta vegna þess að meltingarfæri okkar eru að sumu leyti vanþróuð miðað við aðrar kjötætur og bananaskotur hrjáir ekki apana í Afríku og á þeirra slóðum höfum við fyrst um sinn dvalið.

Síðan fór maðurinn burt og yfirgaf þessa “Paradís Apanna” og settist að í norðri, suðri og austri, útlit okkar greindist að í ýmis tilbrigði, skásett augu eru til dæmis algengari í austri og í nyrsta norðrinu, og samfélögin greindust í sundur, en öll áttu þau eitt sameiginlegt hvernig sem menning þeirra þróaðist:

Þau voru ófullkomin samfélög!

Afhverju? Afþví þessi upprunalegi maður sem enn var hálfgert dýr sem yfirgaf “Paradís” í Afríku var að leita að BETRA, ekki verra lífi.

Samfélög eru tilraun til að gera lífið betra. Til dæmis spara einota bleyjur foreldrum mikinn tíma og þvott. Skemmtilegra en gamla tusku bleyjan getum við ímyndað okkur. Amma var að tala um þetta við mig. Og ég fór að hugsa: Hvar værum við eiginlega án ískápsins, bílsins og alls þessa? Samfélög eru til að auðvelda lífið. Gera það auðveldara og betra en banana Paradís frummannsins í Afríku.

Við erum ekki að leita að “Banana Republic” (eins og Ísland er að mínu mati að verða æ meir) heldur einhverju betra en “Banana Paradise” það sem við yfirgáfum. Það sem við leitum að er “Banana
Communism” og nú hljómar eins og ég sé að gera grín að kommúnisma en það geri ég ekki! Best að útskýra hvað ég meina.

Þegar leiðir skyldu og menningarsamfélög greindust að urðu þau öll bara misheppnaðar tilraunir afþví þau fóru burt frá rótum sínum í Afríku og upprunalegum tilgangi frummannsins (því við erum enn sami maður, þó hárin séu færri og göngulagið uppréttara, með sömu þrár og þarfir). Þessi félög hunsuðu hvert á sinn hátt manninn sem félagsveru. Afþví að JÚ aparnir og frummennirnir höfðu mismikið vald. En það varð aldrei það mikill munur á valdi og aðstöðu í Afríku að sumir syltu í hel meðan aðrir byggi ofan á haugum af banönum sem enginn annar api eða frummaður mætti snerta!
Afríku Banana Paradísin var bara ekki þess eðlis.

Allar tilraunir okkar til að mynda samfélög, sama hvernig menning okkar er eða hvernig við lítum út eða hvaða landslagi sem við lifum í og við hvaða aðstæður, enda í ógöngum ef við förum of langt í burtu frá Afríku banana-Paradís, því tilgangurinn með að yfirgefa hana var að FULLKOMNA hana í þróðara samfélagi, ekki að yfirgefa hana fyrir fullt og allt.

Hlutir eins og “eignarréttur” svokallaður væru óeðlilegir í Afríku. Jú, auðvitað átti hver frummaður eða api sinn banana og kannski sinn maka og jafnvel sína grein að sofa á trénu. En Afríka, samkvæmt eðli sínu, deilir NOKKUÐ jafnt á milli allra.

Í nýju Afríku sem við þráum alls staðar í heiminum þegar endanlega byltingin kemur munu menn á sambærilegan hátt hafa rétt á sinni litlu íbúð í fjölbýlishúsum, raðhúsum eða hvað sem hentar að byggja á hverjum stað. En enginn fær að safna höllum. Enginn fær heldur að “eiga” íbúðina sína, þessu verður bara úthlutað “náttúrulega” samkvæmt eðli Afríku, sem er okkar eðli, því þaðan erum við öll komin, og þangað þráum við öll að snúa aftur á vissan hátt.

Í nýju Afríku sem mun ná út um allan heim vonandi sem fyrst verða engir ríkir og engir fátækir, það mun muna einhverju, rétt eins og einn api getur átt stærri grein en annar, en það munar aldrei SVO MIKLU, því það er ANDSTÆTT eðli Afríku mannsins, en við erum öll í okkar innsta eðli Afríkumaður og sá forfaðir apa og manns sem klifraði í bananatrjánum.

Eignarrétturinn er því andstæður eðli okkar.

Vegna þess að ég veit þetta nota ég almenningssíma, tek almenningsvagna og bý í leiguhúsnæði. Þetta er það skásta sem er í boði ennþá, nú á hinum myrku tímum fyrir dögun NÝJU GLOBAL AFRÍKU.
ÉG ÁLÍT HVERN ÞANN “VINSTRIMANN” SEM ELSKAR EIGUR OG SAFNAR ÞEIM, SEM ELSKAR OG ÞRÁIR PENINGA, OG SEM EKUR UM Á EIGIN MENGANDI BÍL OG DREYMIR UM EINBÍLISHÚS HRÆSNARA SEM ER KOMINN ALLTOF LANGT Í BURTU FRÁ EÐLI AFRÍKUMANNSINS SEM ER ÞETTA EÐLI SKÓGARINS….

“SÁ YÐAR SEM Á TVÆR FLÍKUR GEFI ÖÐRUM HINA”

En það GERIR það ENGINN, segir þú kannski.

Ég segi, JÚ Afríka uppruni okkar allra gerir það víst!
Hún gefur alltaf apanaum sem á enga flík hina flíkina.
Það er munur á stærð á greinum, fegurð kvenapanna, og hversu gómsætir bananarnir eru í útliti, en hann er aldrei ÞAÐ MIKILL
að tala megi um ójafnvægi í ríki apanna frænda okkar á svipaðan hátt og hjá mönnum.

Ég segi niður með eignarréttinn! Og niður með hræsni!
ÞORUM að vera ALVÖRU vinstrimenn. Látum fólk hlægja, en sá dagur mun koma að það grætur, af gleði!

Byltingin lengi lifi!

Hættið að kaupa og kaupa þið þarna “vinstrimenn” . Akið ekki á eigin bílum en styðjið kommúníska hugsun í verki! Það er út af “vinstrihræsnurum” sem fólk fer að hlægja að “vinstrimönnum”

Það mun ekki hlægja þegar kommúnísk hugsun breiðist út og alvöru kommúnistar komast til valda!

Ísland er tilvalið land til að verða fyrst, því hér er, því miður, fámenni, látum það verða til góðs en ekki ills og bjóðum svo fleirum að koma að búa hér! Sem flestum! Í fyrstu nýju Afríku!
Eða annari, eða þriðju,…en það má láta sig dreyma!

Gefumst ekki upp.

Kveðja.
xDkynslóðin út úr hægri skápnum

(breyti brátt um nafn)


PS: Enga “vinstri” hræsnara framar sem keyra um á einkabílum og deila ekki eigum sínum með öðrum eins og þeim ber. Þorum að vera ALVÖRU vinstrimenn!