Menntamál eru kosningamál vikunar enda var lítið búið að ræða þau mál hingað til (bara heilbrigðismál eftir en þau gleymast væntanlega fyrir þessar kosningar).

Ég kasta þeirri tilgátu fram (hey, maður verður að gera þetta með stæl þegar rætt er um menntamál) að vinstri menn hafi rústað menntakerfinu á íslandi og að menntakerfið komi til með að bera óbætanlegan skaða ef þeir ná menntamálaráðuneytinu aftur.

Það er nú þannig að fyrir um 20-25 árum voru gerðar ferlegar skyssur í menntamálum hér á landi. Tilraunastarfsemi varð alsráðandi og lítt hugsaðar hugmyndir voru prófaðar á íslenskum börnum eins og þau væru tilraunadýr í búri.

Þessar hugmyndir komu flestar frá menntamönnum á vinstri vængnum (Wolfgang og co) og far flaggað óspart af vinstri stjórnmálamönnum eins og Svavari G og nú síðast ISG. Þessi vitleisa hélt innreið sína í tíð Gylfa Þ Gíslasonar og síðan þá hafa delluhugmyndirnar verið ansi lífseigar þótt reynslan af þessari tilraunastarfsemi sé ferleg.

Nokkur dæmi:

#### Ingibjörg Sólrún kom með eina af delluhugmyndunum í sjónvarpsþætti um daginn. Fallistar úr menntaskólum skal vera boðið “starfsnám við hæfi”. Þetta er yfir 20 ára gömul hugmynd sem er ættuð frá Skotlandi þar sem unlingar í fátæktrarhverfum fóru í 1-2 missera létt starfsnám (smíðar og þessháttar en ekki alvöru iðnnám).

Hvað er þessi úrelta hugmynd að poppa upp núna. Á að leysa brottfall úr menntaskólum með þessum hætti?

#### Að vera á móti prófum er eithvað sem hefur af einhverjum ástæðum verið móðins hjá íslenskum vinstri-menntamönnum (dont ask, ekki beint hægri/vinstri issue).

Nú sá ég Kolbrúnu og Bryndísi Hlöðvers í sjónvarpinu og þær voru svo sammála um að samræmd stúdentspróf væru alveg ómöguleg. Starðfræði í einum skóla væri kennd svo öðruvísi í einhverjum öðrum skóla þannig að samræmd próf væru tilgangslaus. Furðulegt.

#### Saga og landafræði. Þessum tveimur fögum var nánast útrýmt úr menntakerfinu þegar vinstri menn réðu menntamálaráðuneytinu. Hugsa sér, aldagömlum námsgreinum kastað burt. Hvers vegna?? Ég hef ekki fundið skýringuna ennþá. Þetta er einhver meinloka sem erfitt er að hrista úr sumum.

Ég ræddi við einn ágætis vinstri þingmann um þessi efni um daginn. Eina sem ég fékk úr honum voru loðin svör um að “landafræði væri ómerkilegur utanbókarlærdómur” (Ég spurði að bragði hvað höfuðborg Pakistans héti og fátt var um svör hjá utanríkisráðherraefninu).

#### Óhófleg eyðsa. Ójá, þeir spandera skattpeningunum eins og fjandinn væri á hælunum á þeim. Kostnaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur hefur rokið upp úr öllu valdi vegna aukins skrifræðis (miðskólanum var sparkað út til að rýma fyrir fræðslumiðstöðinni á sínum tíma, ironic). Ekki nema von að ýmsir vilji aukin fjárframlög til menntamála.

#### Menntamálaráðherraefni VG og Samfó (ekki grín nota bene): Mörður Árnason og Kolbrún.