Þessar kosningar skipta mig ansi miklu máli því að þetta eru fyrstu kosningarnar þar sem ég fæ að kjósa. Þess vegna hef ég haft opið eyra fyrir flest öllum stjórnmálaumræðum og horfi spenntur á allt sjónvarpsefni sem hefur eitthvað með komandi kosningar að gera.

Persónulega hef ég ekki mikla reynslu af kosningaráróðri þar sem ég var í Danmörku síðustu tvær alþingiskosningarnar. Þó tel ég að þessar kosningar einkennast að því að höfðað er til unga fólksins, fólk sem er að mennta sig og/eða að byrja að stofna fjölskyldu. En af hverju? Mér skilst að meirihluti kjósenda er yfir 35. Kannski er það vegna þess að eldra fólk stendur harðar á sínum skoðunum og er erfiðara að hafa áhrif á meðan ungt fólk er ennþá ekki búið að ákveða sig. Hver veit…

Flokkarnir hafa nýtt sér ýmis brögð til þess að lokka að sér kjósendur. Ég hef ákveðið að gera smá samantekt af auglýsingum þeirra og pólitík:

<b>X-B – Framsóknarflokkurinn</b>
Ég hef það á tilfinningunni að þeir hafa eytt mesta pening í auglýsingar af öllum flokkunum. Í auglýsingum þeirra hafa þeir talað um V-in þrjú: Vinna – Vöxtur – Velferð… sem mér persónulega sýna bara fram á það að þeir hafa enga sérstaka stefnu! Framsókn hefur fylgt xD eins og kjölturakki síðustu árin og hefur ekki hlotið vinsæld fyrir því. Þess vegna eru þeir að reyna að skilja sig frá xD í ýmsum málum, td. skattamálum. Þessi gamli bóndafurgaflokkur hefur með frábærum árangri náð til ungs fólks með auglýsingum þeirra

<i>Samantekt:
Lítil stefna, miklar og flottar auglýsingar</i>


<b>X-D – Sjálfstæðisflokkurinn</b>
Sjálfstæðisflokkurinn er (skv. minni skoðun) eini virkilegi hægriflokkurinn hér á landi. Peningarnir sem þeir eyddu í auglýsingar voru vel eyddir, maður hefur það þó á tilfinningunni að þeir eyddu ekki eins mikið eins og Framsókn. Auglýsingar þeirra einkennist af flottum stíl og “prófesjónelisma”. Þeir monta sig af því hvernig ísland hefur farið fram síðustu 12 árinn með ýmsum gröfum og tölum. Kosningaloforð þeirra einkennist aðalega af skattalækkunum fyrir allar stéttir. Þeir hafa einnig verið með hræðsluáróður gegn “Vinstristjórn” sem bendir bara til þess að þeir eru skíthræddir við stjórnarandstöðuna
<i>Samantekt:
Sterk hægri stefna , hræðsluáróður gegn vinstristjórn og flottar auglýsingar</i>


<b>X-S – Samfylkingin</b>
Undraverk hafa gerst fyrir samfylkinguna síðustu mánuði skv. skoðunarkönnunum. Aldrei hefur neinn flokkur verið eins nálægt því að fá meira fylgi en sjálfstæðisflokkurinn í neinum kosningum. Þó hafa þeir ekki spilað spilunum út rétt að mínu mati. Auglýsingarnar haf verið ansi lélegar. Eins og xD hefur samfylkingin notað ýmis gröf og tölur til þess að sýna hvað hefur gerst síðustu 12 árin. Þó hefur það ekki gerst og hefur stefna samfylkingarinnar gleymst bakvið allar þær skammir sem þeir láta dynja yfir núverandi stjórn. Þeir hafa reynt að fá fólk til þess að kjósa flokkinn því að loks höfum við tækifæri á því að sjá konu sem forsetisráðherra. Það er þannig séð samt engin rök fyrir því að kjósa samfylkinguna.

<i>Samantekt:
Skamma ríkistjórnina, miðjustefna, kona sem forsetisráðherra en lélegar auglýsingar</i>

<b>X-U – Vinstri Grænir</b>
Vinstri Grænir hafa farið ansi óhefðbundnar leiðir til þess að auglýsa sig. Þeir hafa ekki ráðið neitt einkafyrirtæki til þess að gera auglýsingar fyrir þá. Þessar fáu auglýsingar sem maður hefur rekið augun í eru þó ansi góðar og höfða til vinstri róttæka hlutans af kjósendum. VG hefur þó fengið ansi mikla athygli upp á síðkastið vegna stríðsins en nú þegar stríðið eru þeir ekki lengur í sviðsljósinu. Lítið annað hægt að segja um þá

<i>Samantekt:
Sterk vinstristefna, lítið af auglýsingum.</i>


<b>X-F – Frjálslyndir</b>
Frjálslyndir segja að ástæðan fyrir fylgissprengjunni síðustu vikur er stefna þeirra í kvótamálunum. Allir vita þó samt að það er vegna þess að Sverrir gamli kallin hætti loksins í stjórnmálum. Mín kenning um fylgi frjálslyndra er sú að þeir sem studdu ríkisjónina hafa orðið fyrir skammaráróðri samfylkingarinnar en ekki þorað að kjósa vinstriflokk, þannig að þeir segjast kjósa frjálslynda í staðin. Ég hef átt þann heiður að tala smá við hana Margréti Sverrirsd. um stefnu frjálslynda. Það kom mér á óvart hvernig hún talaði um kvótakerfið sem einhverskonar stórkapítalístískt kerfi sem þarf að leysa sig við. Orðaval hennar minnti mig heldur á Marx en neinn hægrimann. Þrátt fyrir sterka stefnu í kvótamálum þá er það ekki það sem er að lokka fólk að þessum flokk, því ég held að fólk almennt er búið að fá nóg af kvótamálum. Þar sem frjálslyndir hafa ekki mikið fé milli handana er auglýsingarherferð þeirra ekki eins áberandi, þrátt fyrir það fá þeir ansi mikla athygli í fréttum og spjallþáttum.

<i>Samantekt:
Sterk stefna í kvótamálunum, alternative fyrir hægrimenn og mikið í fjölmiðlum.</i>

Ég verð að játa að ég er ekki búin að kynna mér stefnu síðasta framboðsins nógu mikið til þess að ég get farið að tjá mig um það… geri það kannski seinna. Einnig vil ég biðjast afsökunar á öllum stafsetningarvillum, vinsamlegast ekki vera að svara þessari grein bara til þess að benda á málfræð- eða stafsetningarvillu

Þakka fyrir mig!

–krizz–
N/A