Í langan tíma hef ég velt því fyrir mér hvort ég ætti að setjast niður og rita nokkrar línur hér um samfylkinguna.
Það er ömurlegt til þess að hugsa að vinstri flokkurinn Samfylkingin virðist eiga mjög erfitt með að fjalla um mál en reynir botnlaust að koma persónu ISG að í umræðunni, eins og titilinn á grein ÖS í Mbl í morgun “ Það geta allir kostið Ingibjörgu ”.
Það er reyndar velþekkt að ef þú hefur engin málefni þá ferð þú aðrar leiðir, leiðir þar sem þú reynir eins og hægt er að beina sjónum manna að aukaatriðum frekar en aðalatriðum, þ.e ræða það sem skiptir máli, þ.e málefni en ekki menn.
Það er mér algjörlega ómöglegt að skilja þetta með talsmann flokksins, hvernig í ósköpunum getur talsmaður sem ekki var kosinn, allt í einu orðinn oddviti flokksins og formaðurinn orðinn “sidekick” talsmannsins.
Eina skýringin sem ég hef á þessu er botnlaus ótrú Samfylkingarmanna á sínum kjörna formanni, það eitt er alveg ljóst.
Evrópumálin, aumingja Samfylkingarmenn voru með kosningu sem fáir, já fáir tóku þátt í, töldu niðurstöðuna það afgerandi hjá þeim fáu sem tóku þátt að þeir töldu hana bindandi, brandari.
Ríkissjórn, jú þeir voru fyrstur flokka á Íslandi ákvaða það á sínum stofnfundi að Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn væru þeirra höfuðandstæðingur og með þeim myndu þeir ekki mynda ríkisstjórn, a.m.k sagði talsmaður Samfylkingarinnar að hún væri a.m.k ekki mætt í slaginn til þess að lengja lífdaga DO í forstætisráðherrastól.
Ég hef aðeins stiklað á stóru, gæti skrifað talsvert meira og meira krassandi en þetta dugir í bili.
Þessi “ stjórnmála”flokkur er algjörlega ókjósanlegur (það sem virðist halda þessari þyrpingu manna saman er hatur á DO og á Sjálfstæðisflokknum).
Ég vara menn við að setja x-ið við svona bullustrokka.
Verjum velferð og framtíð landsins og setjum x-ið við D.
Með kveðju.