Ég er gamall hægri krati og er orðinn dálítið þreyttur á þessum endurhæfðu kommum og sósíalistum sem náðu völdum í sameinuðum “jafnaðarmanna” flokki sem kallast Samfylking. Þannig er nú að Alþýðuflokkurinn var mjög framsækinn á sínum tíma og mikill árangur náðist þegar hann var í ríkistjórn síðast. Flokkurinn leið síðan fyrir eiginhagsmunaplott sumra þingmanna og síðan eftir sameininguna er einginn eftir af þeim sem héldu flokknum á floti. Lítum aðeins á þingmannsefnin:

Reykjavík:

1. Össur Skarphéðinsson. Hann var öfga-vinstrimaður á sínum tíma (og er væntanlega enn) en hann gekk síðan í Alþýðuflokkinn og sagðist alltíeinu vera orðinn nútímalegur jafnaðarmaður (á nýrri öld). Allt frá því að hann gekk í flokkinn byrjaði hann að nöldra um að það ætti að leggja flokkinn niður og sameinast vinstri mönnum?!! Hvað er maður sem var leiðtogi í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins (rótæklingar sem voru Vinstra megin við Alþýðubandalagið) að gera sem leiðtogi “jafnaðarmanna” í dag???

2. Bryndís Hlöðversdóttir. Annar Alþýðubandalgas sósíalistinn. Venjulegur vinstri pólítíkus.

3. Guðrún Ögmundsdóttir. Fyrrum blaðamaður hjá Þjóðviljanum. Vinstri, vinstri, vinstri

4. Helgi Hjörvar. Kemur úr Alþýðubandalaginu og verið í Sollu klíkunni í Borginni. Lítið farið fyrir honum síðan fjármála-skandallinn stóð sem hæst 1998.

5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Alþýðufylkingar-byltingarkona með honum Össuri og Birnu Þórðar. Nennti ekki að bíða síns tækifæris hjá Alþýðubandalaginu og var ekki lengi að ganga til liðs við kvennalistann þegar hann var stofnaður. “jafnaðarmaður”, sure.

6. Jóhanna Sigurðardóttir. Eyðilagði Alþýðuflokkinn á sínum tíma og ber mikla ábyrgð á því að við sitjum uppi með Framsókn í Ríkistjórn. Var alltaf lengst til vinstri í Alþýðuflokknum á sínum tíma.

7. Ásta Ragnheiður. Framsóknarmaður!!! Síðan Þjóðvaki og Samfylking.

8. Mörður Árnason. Gamall Alþýðubandalagsmaður. Mikill plottari og í Össurar/Sollu klíku.

9. Ágúst Ólafur Ágústsson. Loksins. Gæti hafa verið í Alþýðuflokknum gamla. Dálítið pólitíst rétthugsandi en gæti ræst úr honum.

10. Einar Karl Haraldsson. Framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Helstu afrek eru miklar skuldir Alþýðubandalagsins og fjármála óreiða tengd því. Fjármálaráðherra efni???

11. Guðmundur Árni. Jú, gamall Alþýðuflokks maður. Fallin stjarna sem er risin á ný…

12. Rannveig Guðmundsdóttir. Annar Alþýðuflokks maður.

13. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ein af þeim ungu konum sem gengu í kvennalistann og byrjuðu strax að tala um að leggja flokkinn niður!!! Dæmigerður sósíalisti.

14. Jóhann Ársælsson. Alþýðubandalagið. Heyrt að hann sé ágætis náungi. Skipasmiður.

15. Anna Kristín. Alþýðubandalagið.

16. Gísli S. Einarsson. Alþýðuflokkurinn.

17. Kristján Möller. Mikill skaffari fyrir sitt kjördæmi. Ekki viss í hvaða flokki hann var í áður en hann var eithvað í bæjarpólitík.

18. Einar Már Sigurðarson. Alþýðubandalagið.

19. Margrét Frímannsdóttir. Fiskverkunarkonan sem varð formaður Alþýðubandalagsins.

20. Lúðvík Bergvinsson. Alþýðuflokkurinn.


Ég verð að seigja að þessi listi er algerlega ókjósanlegur fyrir mitt leiti. Það sem eftir er af alþýðuflokknum er vinstri vængurinn (jóhanna og co). Er einhver alvöru munur á þessum flokki og vinstri grænum??? Er ekki skrítið að tveir leiðtogar flokksins séu ekki bara úr sömu klíkunni heldur að þeir voru báðir miklir öfga-kommar þegar þau voru í Alþýðufylkingunni.