Í allri hinni miklu skattaumræðu undanfarið hefur lítið farið fyrir
umræðu um lögboðin gjöld hins opinbera svo sem iðgjöld bifreiðatrygginga, afnotagjald RUV, og þjónustugjöld í heilbrigðiskerfið.

Iðgjöld bifreiðatrygginga sem hækkað hafa upp úr öllu valdi ár frá ári, þrátt fyrir “ góðæri ” er ennþá að ég tel óútskýranlegt
af hálfu hins opinbera.

Sérfræðiþjónusta til lækninga veitt á vegum hins opinbera hefur
hækkað um heil 260 % samkvæmt tölum er Félag eldri borgara í Reykjavík birti nú nýlega.

Hvað veldur ?

Er aðhald ríkisins í eigin rekstri ekki fyrir hendi, á þeim sviðum
er skipta almennning verulegu máli.

Fyrir einstaklinga þýða til dæmis einungis iðgjöld bifreiðatrygginga, af einum bil og afnotagjald Ruv mánaðarlega um það bil 15.000.kr. til viðbótar staðgreiðslu skatta.

Virðisaukaskattur hækkar síðan upphæðir hinna lögboðnu gjalda, en virðisaukaskattur á lögboðin gjöld á einhvern veginn ekki heima
í mínu orðasafni sem viðbótagjaldtaka á lögboðin gjöld.

Stjórnvöld virðast taka árlegum hækkunum tryggingafélaga á iðgjöldum sem og hækkun sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu,
eins og sól sem kemur upp að morgni, burtséð frá því
hvort slíkt varðar afkomu hins almenna borgara hvað varðar
skerðingu kaupmáttar þess hins sama.

Á sama tíma eru ekki nógu margir heimilislæknar að störfum hjá
ríkinu á fjölmennustu svæðum landsins, en þjónusta sem slík er
grunnþjónusta og skilgreind sem sú ódýrasta.

Miðað við skattþáttöku almennings hlutfallslega í t.d. rekstri heilbrigðiskerfis, er tekur til sín drjúgt hlutfall skattekna, ætti hver landsmaður að geta komist til læknis
án mikil kostnaðar, en sú er ekki raunin eins og áður sagði því
þjónusta við grunnheilbrigði er ekki fyrir hendi og almenningur
neyðist til að leita í sérfræðiþjónustu sem er dýrari en nægilegt framboð er af í núverandi skipulagi mála þar á bæ.

Þurfum við ekki að fara að skilgreina agnar ögn hvað kostar hvað
og hvort hið opinbera sé á réttri leið hvað varðar eftirlitshlutverk og kostnaðarvitund um þá þætti er teljast til
lögboðinnar innheimtu hvers konar.

með góðri kveðju.
gmaria.