En af hverju erum við á listanum? Ýmsir einstaklingar virðast enn ekki skilja hvers vegna Ísland á heima á lista yfir þau lönd sem styðja tafarlausa afvopnun Íraka. Vegna þess langar mig til að koma hér nokkrum punktum á framfæri til að skýra hvers vegna ég skil afstöðu ríkisstjórnarinnar!

Í fyrsta lagi erum við ekki að senda okkar fólk í hernað. Við erum að gefa Bandamönnu leyfi til að fljúga yfir okkar flugumsjónarsvæði og að nota Keflavíkurflugvöll. Einnig ætlum við að taka þátt í uppbyggingu í Írak.

Nú er ljóst að margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja hvers vegna Ísland lýsir yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir í fjarlægu landi og hafa miklar efasemdir um þá afstöðu. Þessar ákvarðanir má rökstyðja með eftirfarandi hætti:

Bandaríkjamenn hafa verið nánir bandamenn okkar í sex áratugi. Þeir hafa veitt okkur öflugan stuðning, þegar við höfum þurft á að halda en við höfum veitt þeim verðmætan stuðning á móti, þegar þeir hafa þurft á að halda.

Þegar barátta fyrir lýðveldi íslensku þjóðarinnar 1944 voru það Bandaríkjamenn sem greiddu götuna á alþjóðavettvangi með því að verða fyrsti þjóða til þess að viðurkenna hið lýðveldi okkar. Því munum við Íslendingar ekki gleyma.

Þegar herskip sáust sigla að Reykjavík 1940 var þjóðinn feginn að þarna voru á ferðinni bretar er enn ekki Þjóðverjar undir stjórn Hitlers.

Þegar Bretar treystu sér ekki lengur til að veita okkur Íslendingum þá vernd, sem við þurftum á að halda á stríðsárunum voru það Bandaríkjamenn, sem komu til sögunnar og veittu okkur nauðsynlega hervernd til stríðsloka.

Í fjörtíu ára kalda stríðinu eftir heimstyrjöld voru það Bandaríkjamenn sem gerðu sérstakt samkomulag við okkar til að tryggja öryggi Íslands, þegar hvert ríkið á fætur öðru féll undir hramm Sovétsstjórnarinnar og sprengjuflugvélar og kafbátar frá Sovétríkjunum voru stöðugt á ferðinni í kringum Ísland.

Þrisvar sinnum á árabilinu 1958 til 1976 sendu Bretar herskip inn í íslenska fiskveiðilögsögu til þess að freista þess að láta þau veiða fisk í okkur lögsögu. Í öll skiptin voru það Bandaríkjamenn, sem réðu úrslitum um það bak við tjöldin að Bretar gáfust upp og viðurkenndu fyrst 12 mílna lögsögu, síðar 50 mílna lögsögu og loks 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar Íslendinga.

Við hefðum aldrei unnið sigra í þorskastríðunum með þeim hætti, sem við gerðum ef þessi stuðningur Bandaríkjamanna hefði ekki komið til.

Vinátta og samskipti þjóða í milli jafnt sem einstaklinga byggist á gagnkvæmni. Við höfum notið öflugs stuðnings Bandaríkjamanna eins og hér hefur verið lýst á úrslitastundum í sögu íslensku þjóðarinnar.

Með sama hætti og við höfum kallað eftir stuðningi þeirra þegar við höfum þurft á að halda (og þeir hafa aldrei brugðist) hafa þeir kallað eftir stuðningi okkar þegar þeir hafa þurft á að halda. Þeir þurftu á stuðningi okkar að halda í kalda stríðinu og þeir fengu öflugan stuðning af okkar hálfu.

Nú telja Bandaríkjamenn að öryggi þeirra sjálfra sé í mikilli hættu vegna aðgerða og árása hermdarverkamanna og vegna margvíslegra ógna af hálfu ríkja, sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þeir telja að stuðningur þessarar fámennu þjóðar hér skipti þá máli.

Með því endurgjöldum við mikilvægan stuðning þeirra við okkur á undanförnum áratugum og tryggja vináttu og samstarf okkar við þennan volduga bandamann okkar í vestri!

Það mun koma að því í framtíðinni að við Íslendingar þurfum á ný á stuðningi Bandaríkjamanna að halda.

Það mundi koma okkur á óvart, ef hann væri þá ekki til staðar!

Adolf Hitler drap Gyðinga milljónum saman en samt kom Neville Chamberlain heim frá München, veifaði hvítu blaði, hrópaði: Friður á okkar tímum og var hylltur sem þjóðhetja í Bretlandi þangað til stríðið skall á í Evrópu, Bandaríkjamenn komu og björguðu Evrópu og grimmdarverk Hitlers urðu öllum ljós.

Það er nánast ótrúlegt hvað harðstjórar allra tíma geta lengi aflað sér fjöldafylgis. París hefði ekki verið frelsuð undan oki Þjóðverja, ef stuðningur Bandaríkjamanna hefði ekki komið til.

Í þessu sögulega samhengi má svara þeirri spurningu, hvort málstaður Breta og Bandaríkjamanna nú réttlæti þann stuðning, sem íslenzk stjórnvöld hafa ákveðið að veita þeim.