Frelsun Íraks er runnin upp! Baghdad er fallin!!!! Jæja, nú er sú stund að renna upp sem ég hef verið að bíða eftir og hef sagt ykkur að myndi koma. Ég er að horfa á live útsendingu á BBC þar sem verið er að sýna frá íröskum borgurum höggva niður styttu af Saddamm Hussein, bandaríska hermenn halda á íröskum börnum og fleiri borgurum sem taka bandaríska hernum stórfagnandi!

Bandaríkjamenn hafa náð Bagdhad. Baghdad er fallin.

Þið sem sjáið þetta ekki, ættuð að sjá núna að það er ekkert ykkar að ráða því hvort íraska þjóðin sé undir valdi morðingja, ræningja, nauðgara og geðbiluðum brjálæðing sem hefur haldið írökum sem rökkum inn í þessu illa stjórnaða landi. Þessar myndir sýna það vel að Írakar ( Þó að fæstum undanteknum ) taka bandamönnum fagnandi og við skulum vona að allt gangi vel hér eftir í þessu ömurlega stríði.

Nú er erfiðasta verkefnið eftir fyrir bandamenn að koma á röð og reglu í borginni. Það er engin lögregla virk í borginni og þarf að koma á bráðabirgðalögum sem fyrst og koma mat, lyfjum, vatni og rafmagni til borgarinnar.

Hér sjáiði mynd sem var tekin klukkan 2 að íslenskum tíma í dag, í miðborg Bagdhad, af Saddam Hussein þar sem íraskir borgarar reyna að toga niður með hjálp bandarískra hermanna.
“I never said i was the king, i simply said i was the best” – Jerry Lee Lewis.